22 ára þýskur pílari fær að mæta átrúnaðargoðinu sínu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 16:00 Raymond van Barneveld og Michael van Gerwen. Getty/Bryn Lennon Það eru ekki allir sem fá tækifæri að mæta átrúnaðargoði sínu á stóra sviðinu en ungur Þjóðverji fær að lifa þann draum sinn í Berlín í kvöld. Sjöunda umferðin í úrvalsdeildinni í pílu fer fram í Berlín í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Páll Sævar Guðjónsson mætir og lýsir spennandi kvöldi. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Heimamenn munu örugglega fylgjast sérstaklega með hinum 22 ára gamla Max Hopp sem verður sjöundi áskorandinn sem fær að reyna sig á móti þeim bestu. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni milli níu bestu pílukastara heims en í hverri viku kemur inn áskorandi sem fær að spila við einn af þessum níu toppmönnum. Úrvalsdeildin er deildarkeppni þar sem píluspilarar fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli."When I started out, the first set of darts I bought were Raymond’s so it will be a dream come true to play him in front of a home crowd." Max Hopp is relishing the prospect of facing his 'childhood idol' Raymond van Barneveld in Berlin on Thursday.https://t.co/LtqT6hs404pic.twitter.com/wiEIdsOyNe — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Áskorandi kvöldsins er eins og áður sagði Þjóðverjinn Max Hopp. Max Hopp er besti þýski pílarinn í dag og komst í undanúrslit á Evrópumótinu á síðasta ári. Hann er því efni í framtíðarstjörnu. „Ég er svo spenntur að fá að keppa fyrir framan mitt fólk, á heimavelli og á móti hinum goðsagnakennda Raymond van Barneveld,“ sagði Max Hopp. „Raymond hefur alltaf verið átrúnaðargoðið mitt. Fyrstu pílurnar sem ég keypti voru hans pílur og það er því draumur að rætast fyrir mig að fá keppa við hann á mínum heimavelli,“ sagði Hopp.Max Hopp.Getty/Charlie CrowhurstMichael van Gerwen náði aftur toppsætinu með sigri á Gerwyn Price í Nottingham í síðustu viku og hann mætir Daryl Gurney í kvöld. Gerwyn Price tapaði þar sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í ár en fær tækifæri til að bæta fyrir það á móti Rob Cross. Það verður hins vegar ekki auðvelt verkefni fyrir Gerwyn Price því Rob Cross er við hliðina á Van Gerwen og fór líka í undanúrslitin í fyrra. James Wade er í þriðja sæti og mætir Peter Wright sem er í fjórða sætinu. Í síðasta leik kvöldsins mætast síðan Michael Smith og Mensur Suljovic en þeir þurfa báðir sigur í baráttunni á botninum.PUNDITS PREDICT! Our six pundits have submitted their predictions for Night Seven of the @Unibet Premier League.@DanDartsDawson is the leader of the pack after Night Six, and he thinks we might see a few draws in Berlin.https://t.co/56MlxlN9hUpic.twitter.com/HKNVoERifb — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Viðureignir kvöldsins eru:(Keppnin fer fram í Mercedes-Benz Arena í Berlín) Gerwyn Price á móti Rob Cross James Wade á móti Peter Wright Michael van Gerwen á móti Daryl Gurney Michael Smith á móti Mensur Suljovic Max Hopp á móti Raymond van BarneveldStaðan eftir sex umferðir er: 1. Michael Van Gerwen 9 stig 2. Rob Cross 9 stig 3. James Wade 7 stig 4. Peter Wright 7 stig 5. Gerwyn Price 7 stig 6. Mensur Suljovic 6 stig 7. Michael Smith 5 stig 8. Daryl Gurney 5 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Efstu fjórir spilararnir eftir sextán umferðir tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í O2 höllinni í London 23. maí næstkomandi. 28. mars mun hins vegar fækka um einn í keppninni en þá dettur sá út sem er í síðasta sæti. Aðrar íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sjá meira
Það eru ekki allir sem fá tækifæri að mæta átrúnaðargoði sínu á stóra sviðinu en ungur Þjóðverji fær að lifa þann draum sinn í Berlín í kvöld. Sjöunda umferðin í úrvalsdeildinni í pílu fer fram í Berlín í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Páll Sævar Guðjónsson mætir og lýsir spennandi kvöldi. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Heimamenn munu örugglega fylgjast sérstaklega með hinum 22 ára gamla Max Hopp sem verður sjöundi áskorandinn sem fær að reyna sig á móti þeim bestu. Úrvalsdeildin í pílu er deildarkeppni milli níu bestu pílukastara heims en í hverri viku kemur inn áskorandi sem fær að spila við einn af þessum níu toppmönnum. Úrvalsdeildin er deildarkeppni þar sem píluspilarar fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli."When I started out, the first set of darts I bought were Raymond’s so it will be a dream come true to play him in front of a home crowd." Max Hopp is relishing the prospect of facing his 'childhood idol' Raymond van Barneveld in Berlin on Thursday.https://t.co/LtqT6hs404pic.twitter.com/wiEIdsOyNe — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Áskorandi kvöldsins er eins og áður sagði Þjóðverjinn Max Hopp. Max Hopp er besti þýski pílarinn í dag og komst í undanúrslit á Evrópumótinu á síðasta ári. Hann er því efni í framtíðarstjörnu. „Ég er svo spenntur að fá að keppa fyrir framan mitt fólk, á heimavelli og á móti hinum goðsagnakennda Raymond van Barneveld,“ sagði Max Hopp. „Raymond hefur alltaf verið átrúnaðargoðið mitt. Fyrstu pílurnar sem ég keypti voru hans pílur og það er því draumur að rætast fyrir mig að fá keppa við hann á mínum heimavelli,“ sagði Hopp.Max Hopp.Getty/Charlie CrowhurstMichael van Gerwen náði aftur toppsætinu með sigri á Gerwyn Price í Nottingham í síðustu viku og hann mætir Daryl Gurney í kvöld. Gerwyn Price tapaði þar sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í ár en fær tækifæri til að bæta fyrir það á móti Rob Cross. Það verður hins vegar ekki auðvelt verkefni fyrir Gerwyn Price því Rob Cross er við hliðina á Van Gerwen og fór líka í undanúrslitin í fyrra. James Wade er í þriðja sæti og mætir Peter Wright sem er í fjórða sætinu. Í síðasta leik kvöldsins mætast síðan Michael Smith og Mensur Suljovic en þeir þurfa báðir sigur í baráttunni á botninum.PUNDITS PREDICT! Our six pundits have submitted their predictions for Night Seven of the @Unibet Premier League.@DanDartsDawson is the leader of the pack after Night Six, and he thinks we might see a few draws in Berlin.https://t.co/56MlxlN9hUpic.twitter.com/HKNVoERifb — PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2019Viðureignir kvöldsins eru:(Keppnin fer fram í Mercedes-Benz Arena í Berlín) Gerwyn Price á móti Rob Cross James Wade á móti Peter Wright Michael van Gerwen á móti Daryl Gurney Michael Smith á móti Mensur Suljovic Max Hopp á móti Raymond van BarneveldStaðan eftir sex umferðir er: 1. Michael Van Gerwen 9 stig 2. Rob Cross 9 stig 3. James Wade 7 stig 4. Peter Wright 7 stig 5. Gerwyn Price 7 stig 6. Mensur Suljovic 6 stig 7. Michael Smith 5 stig 8. Daryl Gurney 5 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Efstu fjórir spilararnir eftir sextán umferðir tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í O2 höllinni í London 23. maí næstkomandi. 28. mars mun hins vegar fækka um einn í keppninni en þá dettur sá út sem er í síðasta sæti.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sjá meira