Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 11:02 Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Vísir/getty Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent