Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 11:02 Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Vísir/getty Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. Þetta segir Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi hjá Eflingu í samtali við fréttastofu sem bendir á að lög um verkföll kveði á um að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störf starfsfólks en ekki einu sinni millistjórnendur. Magnús Nordahl, lögfræðingur hjá ASÍ staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í þessum mánuði.Sjá nánar: Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli „Þau eru ekki að færa þau til í starfi eða láta þau fá neina ábyrgð heldur bara breyta titlunum vegna misvísandi skilaboða frá Samtökum atvinnulífsins sem gáfu það út að allir stjórnendur mættu ganga í störf sem er náttúrulega ekki rétt,“ segir Valgerður sem bætir við þetta virðist vera misskilningur hjá einhverjum hótelstjórnendum.Valgerður Árnadóttir, félagsfulltrúi er í miðjunni, Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir til vinstri og Alma Pálmadóttir til hægri.Valgerður ÁrnadóttirAðspurð um hverjir hefðu sent ábendingarnar svarar Valgerður: „Þær koma frá starfsfólki sem finnst þetta skrítið. Starfsfólkið er að styðja við sitt verkfallsfólk og það er náttúrulega starfsfólkið sem er að fara í verkfall og þegar allt í einu yfirmaður kemur og ætlar að titla þig einhverju hinu og þessu þá finnst þeim það ekki rétt og láta okkur vita.“ Valgerður segir að ábendingar starfsfólksins komi frá mismunandi stöðum innan einnar hótelkeðju á Íslandi. Efling hefur sent yfirlýsingu til allra hótela sem verkfallsboðunin nær til með vísan til laga um verkföll þar sem kemur fram að einungis æðstu stjórnendur megi ganga í störfin. Valgerður vildi ekki gefa upp nafnið á umræddri hótelkeðju en hún segir að ef téðir hótelstjórnendur halda framferði sínu til streitu muni það koma í ljós í verksfallsvörslunni á morgun en öll verkfallsbrot verða skráð og hugsanlega kærð til Félagsdóms í framhaldinu. Hún segir Efling muni sjá til þess að verkfallsvarslan verði bæði öflug og sýnileg á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45