Var 100 metrum frá því að stranda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 07:27 Eins og sjá má var skipið komið ansi nálægt landi. AP/Frank Einar Vatne Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær. Búið er að koma þremur af fjórum vélum skipsins í gang og stefnt er að því aðstoða það við að komast til Molde í dag.Skipið gengur því nú fyrir eigin vélarafli og ferðast það nú löturhægt í átt að Molde en reynt verður að koma línu í skipið síðar í dag svo draga megi það til hafnar. Það mun þó alfarið fara eftir veðri og vindum hvort slíkt muni takast. Á vef Marine Traffic má sjá að Viking Sky er nú komið töluvert frá landi.Ferill skipsins.Mynd/Marine Traffic.Þyrlur ganga stöðugt á milli skips og lands til þess að flytja farþega á brott en þrjár þyrlur eru notaðar til verksins. Sautján farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar af þrír alvarlega slasaðir en myndbönd sem birt hafa verið sýna hversu mikið gekk á inn í skipinu.Í frétt NRK er haft eftir embættismönnum að litlu hafi mátt muna að mjög illa færi og að skipið hafi verið aðeins 100 metrum frá því að stranda á grynningum. Talið er að hafa skipt sköpum að skipverjum tókst að stöðva rek skipsins í átt að landi með því að setja út akkeri. Skipið var aðeins um kílómetra frá landi þegar verst lét. Neyðarkall kom frá skipinu klukkan tvö í gær að norskum tíma og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir látlaust síðan þá.Just before the SHTF! #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/NONvQl4dBr — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019We’re waiting for evacuation by helicopter #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/rqSYaWGi0k — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019Still waiting for evacuation. #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/6EvcAjf5D2 — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019 Noregur Samgönguslys Tengdar fréttir Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44 Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær. Búið er að koma þremur af fjórum vélum skipsins í gang og stefnt er að því aðstoða það við að komast til Molde í dag.Skipið gengur því nú fyrir eigin vélarafli og ferðast það nú löturhægt í átt að Molde en reynt verður að koma línu í skipið síðar í dag svo draga megi það til hafnar. Það mun þó alfarið fara eftir veðri og vindum hvort slíkt muni takast. Á vef Marine Traffic má sjá að Viking Sky er nú komið töluvert frá landi.Ferill skipsins.Mynd/Marine Traffic.Þyrlur ganga stöðugt á milli skips og lands til þess að flytja farþega á brott en þrjár þyrlur eru notaðar til verksins. Sautján farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar af þrír alvarlega slasaðir en myndbönd sem birt hafa verið sýna hversu mikið gekk á inn í skipinu.Í frétt NRK er haft eftir embættismönnum að litlu hafi mátt muna að mjög illa færi og að skipið hafi verið aðeins 100 metrum frá því að stranda á grynningum. Talið er að hafa skipt sköpum að skipverjum tókst að stöðva rek skipsins í átt að landi með því að setja út akkeri. Skipið var aðeins um kílómetra frá landi þegar verst lét. Neyðarkall kom frá skipinu klukkan tvö í gær að norskum tíma og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir látlaust síðan þá.Just before the SHTF! #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/NONvQl4dBr — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019We’re waiting for evacuation by helicopter #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/rqSYaWGi0k — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019Still waiting for evacuation. #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/6EvcAjf5D2 — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019
Noregur Samgönguslys Tengdar fréttir Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44 Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16