Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 13:00 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan. Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan.
Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29