Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 13:00 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan. Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan.
Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29