Bræður geðhjálpast að Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. mars 2019 06:30 Kári gengur sáttur úr stjórn Geðhjálpar. Bróðir hans Halldór tekur við keflinu. FBL/Sigtryggur ari Tvíburabræðurnir Halldór og Kári Auðar Svanssynir hafa báðir glímt við geðræna kvilla og láta sig málefni geðveikra varða og hafa og ætla ekki síst að láta að sér kveða með Geðhjálp. Kári hætti nýlega í stjórn félagsins eftir tveggja ára setu og á sama tíma tók Halldór sæti í nýkjörinni stjórn. „Ég er búinn að vera þar í tvö ár og ákvað eftir vandlega íhugun að gefa ekki kost á mér til endurkjörs þó að menn hafi komið að máli við mig,“ segir Kári og hlær um leið og hann bendir á að hann hafi einfaldlega skipt bróður sínum inn á í staðinn. „Þetta voru kannski ekki alveg samantekin ráð en ég hafði áhuga á að fara þarna inn en það eru svo sem ágætis rök líka að það þyrfti að halda fjölskyldunni þarna inni,“ segir Halldór og hlær með bróður sínum. „Þetta er bara fjölskylduhefð,“ segir Kári. „Pabbi og mamma voru nú í þessu í nokkur ár og pabbi var meira að segja formaður Geðhjálpar í fimm ár.“ Halldór segir Geðhjálp koma að ýmsum verkefnum og vitundarvakningu auk þess sem fálagið gæti hagsmuna þeirra sem glíma við andleg veikindi og þá ekki síst gagnvart stjórnvöldum. Hann segir fordóma í garð geðveikra vera víkjandi, smátt og smátt að vísu. „En það er alltaf nóg að gera og það má jafnvel segja að þetta sé rétt að byrja. Að það sé kominn ákveðinn grundvöllur, samþykki fyrir því að hægt sé að tala um geðræn vandamál án þess að einhverjir stimplar séu strax komnir á loft. Það má segja að við þurfum ekki að vera í vörn lengur.“Kári skilar góðu búi Geðhjálp stendur vel að sögn Halldórs þannig að viljinn og getan til góðra verka sé mikil. „Félagið stendur ágætlega fjárhagslega og ekki þarf að hafa áhyggjur af peningum eins og mér skilst að hafi verið áður.“ „Mér skilst að þetta félag sé bara alveg forríkt núna,“ skýtur Kári inn í og opnar á grín um að hann skili bróður sínum góðu búi. Hann hafi haldið vel um budduna en hætt sé við að Halldór byrji þá að spreða og „kaupi bara sokka fyrir þetta allt saman“. Halldór, sem hefur að mestu sagt skilið við stjórnmálin eftir að hafa verið oddviti Pírata í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, telur sig þarna greina kunnuglegan tón hjá bróður sínum. „Þetta er eins og sannur pólitíkus sem segir allt gott sjálfum sér að þakka,“ segir hann og hlær. „Kári var reyndar með kosningaloforð sem hann sveik síðast,“ heldur Halldór áfram og Kári tekur við: „Þá sagði ég í framboðsræðunni minni að ég ætlaði eins og sönnum pólitíkusi sæmir að byrja á kosningaloforðunum og þar væri helst að ef ég næði kjöri myndi ég kaupa einkaþotu handa öllum meðlimum Geðhjálpar. Svo var ég kosinn og endaði í fyrsta sæti og í þakkarræðunni sagði ég að ég hefði ekki átt við þannig þotur heldur snjóþotur,“ segir Kári og Halldór botnar framboðssöguna. „Og svo fékk fólkið ekki einu sinni snjóþotur,“ segir Halldór hlæjandi.Brosmildir bræður.FBL/Sigtryggur AriBer er hver að baki … Bræðurnir segjast alltaf hafa verið samrýmdir og í andlegum veikindum sínum hafi þeir haft stuðning hvor af öðrum. „Þegar við vorum í grunnskóla í fyrstu bekkjunum þá vildu pabbi og mamma aðskilja okkur svolítið með því að hafa okkur hvorn í sínum bekknum en við tókum það ekki í mál,“ segir Kári og Halldór tekur undir: „Sú tilraun varð skammlíf.“ Halldór tekur í framhaldinu undir að þeir sem hafi tekist á við andleg veikindi eigi auðveldara með að setja sig í spor annarra sem lendi í geðrænum vandræðum þannig að eðlilega hafi þeir bræður getað hjálpast að. Eins og gengur með fólk sem deilir sameiginlegri reynslu. „Þá þarf ekkert að halda langar ræður og við skiljum hvor annan strax.“ Geðveik pólitík Halldór segir að í umræðunni um geðheilbrigðismál vilji oft gleymast hversu „pólitískt þetta viðfangsefni er og mjög aðkallandi í pólitíkinni. Það er mikið verið að kalla eftir umbótum og mér finnst Svandís Svavarsdóttir að mörgu leyti vera að gera ágæta hluti. Hún er allavegana að segja réttu hlutina. Það eru ýmis mál sem verið er að þoka áfram en það er svona mjög misjafnt hvort þetta er viðurkennt af einhverri alvöru sem pólitískt viðfangsefni eða ekki,“ segir Halldór og bætir við að í raun standi stjórnmálafólk frammi fyrir því að ákveða að láta kerfið um þetta sjálft eða láta að sér kveða í málaflokknum. „Þetta þokast alltaf aðeins áfram, en það má alltaf gera betur,“ segir Halldór og Geðhjálp mun standa vaktina áfram. Og á þeim bænum segist Kári telja framtíðina bjarta. Hann hafi mikla trú á nýjum formanni og nýrri stjórn. „Og svo erum við með okkar mann í innsta hring,“ segir hann og hinir hláturmildu bræður skella upp úr eina ferðina enn. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Tvíburabræðurnir Halldór og Kári Auðar Svanssynir hafa báðir glímt við geðræna kvilla og láta sig málefni geðveikra varða og hafa og ætla ekki síst að láta að sér kveða með Geðhjálp. Kári hætti nýlega í stjórn félagsins eftir tveggja ára setu og á sama tíma tók Halldór sæti í nýkjörinni stjórn. „Ég er búinn að vera þar í tvö ár og ákvað eftir vandlega íhugun að gefa ekki kost á mér til endurkjörs þó að menn hafi komið að máli við mig,“ segir Kári og hlær um leið og hann bendir á að hann hafi einfaldlega skipt bróður sínum inn á í staðinn. „Þetta voru kannski ekki alveg samantekin ráð en ég hafði áhuga á að fara þarna inn en það eru svo sem ágætis rök líka að það þyrfti að halda fjölskyldunni þarna inni,“ segir Halldór og hlær með bróður sínum. „Þetta er bara fjölskylduhefð,“ segir Kári. „Pabbi og mamma voru nú í þessu í nokkur ár og pabbi var meira að segja formaður Geðhjálpar í fimm ár.“ Halldór segir Geðhjálp koma að ýmsum verkefnum og vitundarvakningu auk þess sem fálagið gæti hagsmuna þeirra sem glíma við andleg veikindi og þá ekki síst gagnvart stjórnvöldum. Hann segir fordóma í garð geðveikra vera víkjandi, smátt og smátt að vísu. „En það er alltaf nóg að gera og það má jafnvel segja að þetta sé rétt að byrja. Að það sé kominn ákveðinn grundvöllur, samþykki fyrir því að hægt sé að tala um geðræn vandamál án þess að einhverjir stimplar séu strax komnir á loft. Það má segja að við þurfum ekki að vera í vörn lengur.“Kári skilar góðu búi Geðhjálp stendur vel að sögn Halldórs þannig að viljinn og getan til góðra verka sé mikil. „Félagið stendur ágætlega fjárhagslega og ekki þarf að hafa áhyggjur af peningum eins og mér skilst að hafi verið áður.“ „Mér skilst að þetta félag sé bara alveg forríkt núna,“ skýtur Kári inn í og opnar á grín um að hann skili bróður sínum góðu búi. Hann hafi haldið vel um budduna en hætt sé við að Halldór byrji þá að spreða og „kaupi bara sokka fyrir þetta allt saman“. Halldór, sem hefur að mestu sagt skilið við stjórnmálin eftir að hafa verið oddviti Pírata í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, telur sig þarna greina kunnuglegan tón hjá bróður sínum. „Þetta er eins og sannur pólitíkus sem segir allt gott sjálfum sér að þakka,“ segir hann og hlær. „Kári var reyndar með kosningaloforð sem hann sveik síðast,“ heldur Halldór áfram og Kári tekur við: „Þá sagði ég í framboðsræðunni minni að ég ætlaði eins og sönnum pólitíkusi sæmir að byrja á kosningaloforðunum og þar væri helst að ef ég næði kjöri myndi ég kaupa einkaþotu handa öllum meðlimum Geðhjálpar. Svo var ég kosinn og endaði í fyrsta sæti og í þakkarræðunni sagði ég að ég hefði ekki átt við þannig þotur heldur snjóþotur,“ segir Kári og Halldór botnar framboðssöguna. „Og svo fékk fólkið ekki einu sinni snjóþotur,“ segir Halldór hlæjandi.Brosmildir bræður.FBL/Sigtryggur AriBer er hver að baki … Bræðurnir segjast alltaf hafa verið samrýmdir og í andlegum veikindum sínum hafi þeir haft stuðning hvor af öðrum. „Þegar við vorum í grunnskóla í fyrstu bekkjunum þá vildu pabbi og mamma aðskilja okkur svolítið með því að hafa okkur hvorn í sínum bekknum en við tókum það ekki í mál,“ segir Kári og Halldór tekur undir: „Sú tilraun varð skammlíf.“ Halldór tekur í framhaldinu undir að þeir sem hafi tekist á við andleg veikindi eigi auðveldara með að setja sig í spor annarra sem lendi í geðrænum vandræðum þannig að eðlilega hafi þeir bræður getað hjálpast að. Eins og gengur með fólk sem deilir sameiginlegri reynslu. „Þá þarf ekkert að halda langar ræður og við skiljum hvor annan strax.“ Geðveik pólitík Halldór segir að í umræðunni um geðheilbrigðismál vilji oft gleymast hversu „pólitískt þetta viðfangsefni er og mjög aðkallandi í pólitíkinni. Það er mikið verið að kalla eftir umbótum og mér finnst Svandís Svavarsdóttir að mörgu leyti vera að gera ágæta hluti. Hún er allavegana að segja réttu hlutina. Það eru ýmis mál sem verið er að þoka áfram en það er svona mjög misjafnt hvort þetta er viðurkennt af einhverri alvöru sem pólitískt viðfangsefni eða ekki,“ segir Halldór og bætir við að í raun standi stjórnmálafólk frammi fyrir því að ákveða að láta kerfið um þetta sjálft eða láta að sér kveða í málaflokknum. „Þetta þokast alltaf aðeins áfram, en það má alltaf gera betur,“ segir Halldór og Geðhjálp mun standa vaktina áfram. Og á þeim bænum segist Kári telja framtíðina bjarta. Hann hafi mikla trú á nýjum formanni og nýrri stjórn. „Og svo erum við með okkar mann í innsta hring,“ segir hann og hinir hláturmildu bræður skella upp úr eina ferðina enn.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira