Varð fyrir vonbrigðum með ákvörðun SÁÁ að loka göngudeildinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 17:31 Göngudeildin er til húsa í þessu húsi á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Hún segir þó að samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ gangi vel, vonir standi til þess að hægt sé að ljúka samningagerð „mjög fljótlega“ svo opna megi göngudeildina á nýGöngudeildinni var lokað frá og með 1. mars síðastliðnum en í samtali við Vísi sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ,að fjárskortur væri ástæða lokunarinnar.SÁÁ hafi ekki fengið í hendurnar 150 milljón króna framlag sem Alþingi samþykkti undir lok síðasta árs til reksturs göngudeildarinnar.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelmÍ aðdraganda lokunarinnar höfðu forsvarsmenn SÁÁ fundað með Sjúkratryggingum Íslands en þær viðræður hafa ekki skilað sér í opnun göngudeildarinnar. Svandís var spurð um málið af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vildi hann fá upplýsingar um hver staða málsins væri í dag og hvort von væri á því að SÁÁ fengi fjármagnið sem um ræðir.Vonar að málið klárist á morgun Sagðist Svandís að í ljósi þess að göngudeildin hafi verið rekin fyrir sjálfsaflafé SÁÁ frá upphafi hafi það komið á óvart að göngudeildinni hafi verið lokað þegar von væri á fjárframlagi frá ríkinu til rekstursins í fyrsta skipti. „Þá kom á óvart að mönnum skyldi verða svo brátt sem ljóst er að loka starfseminni. Það kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum,“ sagði Svandís. Í máli hennar kom einnig fram að hún hafi átt von á fá spurningu um göngudeildina á þingi í dag, því hafi hún í morgun spurt sérstaklega um málið og fengið þær upplýsingar að „samningaviðræður gangi vel og að Sjúkratryggingar Íslands reikni með því að ljúka samningagerð mjög fljótlega.“ Á morgun væri fundur um málið og vonaðist ráðherra til þess að það verði fundurinn sem lokar málinu. Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Hún segir þó að samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ gangi vel, vonir standi til þess að hægt sé að ljúka samningagerð „mjög fljótlega“ svo opna megi göngudeildina á nýGöngudeildinni var lokað frá og með 1. mars síðastliðnum en í samtali við Vísi sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ,að fjárskortur væri ástæða lokunarinnar.SÁÁ hafi ekki fengið í hendurnar 150 milljón króna framlag sem Alþingi samþykkti undir lok síðasta árs til reksturs göngudeildarinnar.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelmÍ aðdraganda lokunarinnar höfðu forsvarsmenn SÁÁ fundað með Sjúkratryggingum Íslands en þær viðræður hafa ekki skilað sér í opnun göngudeildarinnar. Svandís var spurð um málið af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vildi hann fá upplýsingar um hver staða málsins væri í dag og hvort von væri á því að SÁÁ fengi fjármagnið sem um ræðir.Vonar að málið klárist á morgun Sagðist Svandís að í ljósi þess að göngudeildin hafi verið rekin fyrir sjálfsaflafé SÁÁ frá upphafi hafi það komið á óvart að göngudeildinni hafi verið lokað þegar von væri á fjárframlagi frá ríkinu til rekstursins í fyrsta skipti. „Þá kom á óvart að mönnum skyldi verða svo brátt sem ljóst er að loka starfseminni. Það kom mér á óvart og olli mér vonbrigðum,“ sagði Svandís. Í máli hennar kom einnig fram að hún hafi átt von á fá spurningu um göngudeildina á þingi í dag, því hafi hún í morgun spurt sérstaklega um málið og fengið þær upplýsingar að „samningaviðræður gangi vel og að Sjúkratryggingar Íslands reikni með því að ljúka samningagerð mjög fljótlega.“ Á morgun væri fundur um málið og vonaðist ráðherra til þess að það verði fundurinn sem lokar málinu.
Akureyri Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20
Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00
Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. 1. mars 2019 20:30