Ögurstundin er runnin upp Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. mars 2019 06:00 WOW boðaði frekari upplýsingar um gang mála í gær, í tilkynningu frá því deginum áður. Engin tilkynning hafði borist frá WOW þegar blaðið fór í prentun seint í gærkvöldi. FBL/ernir Arctica Finance, ráðgjafar WOW air, auk fulltrúa fjárfestingabankasviðs Arion banka róa nú öllum árum að því að fá einkafjárfesta, innlenda og erlenda, auk lífeyrissjóða með háar fjárhæðir að borðinu til þess að bjarga rekstri WOW air fyrir horn á mettíma. Viðmælendur blaðsins sem þekkja til óttast að kraftaverk þurfi til að Skúla Mogensen, eiganda WOW, og félögum takist ætlunarverkið á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fáir, ef einhverjir, einkafjárfestar séu líklegir í þá vegferð með jafn skömmum fyrirvara án þess að fá tækifæri til þess að grandskoða rekstur félagsins. Ljóst er að tíminn vinnur ekki með félaginu, enda hefur Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, fylgst náið með framvindu mála. Skúli fundaði með Samgöngustofu í gær.Sjá einnig: Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt WOW air skuldar um 200 milljónir dollara – skuldabréfaeigendum, Arion banka, ISAVIA ohf., leigusölum, lífeyrissjóðum og öðrum viðskiptavinum – en sú upphæð samsvarar um 24 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru tæplega tveir milljarðar vegna skuldar við ISAVIA. Félagið er skuldbundið til að hafa ávallt eina vél úr flota sínum á Keflavíkurflugvelli til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Sú hugmynd hefur verið viðruð af forsvarsfólki WOW að ISAVIA gefi eftir hluta skuldarinnar. Ummæli ráðamanna í gær gefa ekki tilefni til þess að ætla að stjórnvöld grípi inn í með beinum hætti. „Ég tel það ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári. Viðmælendur blaðsins óttast að sú staðreynd að tvær vélar úr flota WOW voru kyrrsettar í gær með tilheyrandi truflun á flugi hafi haft gríðarleg áhrif. Þær fregnir hafi ratað í alþjóðlega fjölmiðla og umkvartanir óánægðra farþega sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06 Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Arctica Finance, ráðgjafar WOW air, auk fulltrúa fjárfestingabankasviðs Arion banka róa nú öllum árum að því að fá einkafjárfesta, innlenda og erlenda, auk lífeyrissjóða með háar fjárhæðir að borðinu til þess að bjarga rekstri WOW air fyrir horn á mettíma. Viðmælendur blaðsins sem þekkja til óttast að kraftaverk þurfi til að Skúla Mogensen, eiganda WOW, og félögum takist ætlunarverkið á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fáir, ef einhverjir, einkafjárfestar séu líklegir í þá vegferð með jafn skömmum fyrirvara án þess að fá tækifæri til þess að grandskoða rekstur félagsins. Ljóst er að tíminn vinnur ekki með félaginu, enda hefur Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, fylgst náið með framvindu mála. Skúli fundaði með Samgöngustofu í gær.Sjá einnig: Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt WOW air skuldar um 200 milljónir dollara – skuldabréfaeigendum, Arion banka, ISAVIA ohf., leigusölum, lífeyrissjóðum og öðrum viðskiptavinum – en sú upphæð samsvarar um 24 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru tæplega tveir milljarðar vegna skuldar við ISAVIA. Félagið er skuldbundið til að hafa ávallt eina vél úr flota sínum á Keflavíkurflugvelli til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Sú hugmynd hefur verið viðruð af forsvarsfólki WOW að ISAVIA gefi eftir hluta skuldarinnar. Ummæli ráðamanna í gær gefa ekki tilefni til þess að ætla að stjórnvöld grípi inn í með beinum hætti. „Ég tel það ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári. Viðmælendur blaðsins óttast að sú staðreynd að tvær vélar úr flota WOW voru kyrrsettar í gær með tilheyrandi truflun á flugi hafi haft gríðarleg áhrif. Þær fregnir hafi ratað í alþjóðlega fjölmiðla og umkvartanir óánægðra farþega sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06 Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06
Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45