Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 12:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR mæta til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira