Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:05 Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. Mynd/Veðurstofa Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel í Kópaskeri. Fyrri skjálftin mældist 4,2 að stærð og er hann stærsti skjálftinn sem mælst hefur í jarðskjálftahrinunni í Öxarfirði sem hófst á laugardaginn. 27 sekúndum síðar mældist annar skjálfti að stærð 3,3 og er hann einnig með þeim stærri sem mælst hefur í skjáltahrinunni. Jörð hefur skolfið nær látlaust frá því á laugardag en á síðustu 48 klukkustundum hafa mælst 609 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, þar af fimm stærri en þrír. Í samtali við Vísi segir Rannveig Halldórsdóttir að skjálftarnir hafi fundist vel og að hún og fjölskylda hennar hafi stokkið upp í þrígang í kvöld er skjálftar hófust. „Það hrykkti hér í öllu og við spruttum á fætur þrjú í heimilinu og fórum að halda við fiskabúrin, við vorum mest hrædd við það,“ segir Rannveig en þau eru með stórt fiskabúr á heimilinu sem gæti brotnað fari það að slást utan í vegginn sem það stendur við. „Þetta er dálítið mikill hristingur og það glamrar aðeins í skápum, leirtau og svoleiðis,“ segir Rannveig sem upplifði jarðskjálfann stóra á Kópaskeri árið 1976. Þá reið skjálfti af stærð 5,5 til 6 yfir í janúar þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Segir Rannveig að þrátt fyrir að stóri skjálftinn í kvöld hafi verið nokkuð kraftmikill hafi hann ekki verið neitt í líkingu við skjálftann árið 1976.„Þá fór allt niður úr öllum hillum, hvert einasta snitti. Hvort sem það var leirtau eða blómapottar eða hvað,“ segir Rannveig.Engu að síður hafi verið ónotalegt að finna fyrir skjálftanum í kvöld og segir Rannveig að líklega hafi fleiri íbúar Kópaskers sem upplifði skjálftann árið 1976 fengið sömu tilfinningu í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30