Milljónir Venesúelamanna voru án rafmagns í gær og í vandræðum með að verða sér úti um mat og vatn. Skólastarf lá niðri og samgöngur í lamasessi.
Venesúela er nú á fjórða degi annars stórfellda rafmagnsleysisins í mánuðinum. Ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta heldur því fram að Bandaríkin og bandamenn vinni spellvirki á orkuinnviðum Suður-Ameríkuríkisins. Maduro sakar Juan Guaidó, starfandi forseta samkvæmt þinginu, einnig um slíkt.
Rafmagn komst á í um helmingi ríkisins á þriðjudagskvöld en hvarf aftur um nóttina.

