„Mikil vonbrigði“ en ferðaþjónustan sterk Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 28. mars 2019 10:52 Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. Gjaldþrot WOW air sé þó röskun og muni hafa áhrif. Nú séu um 1.300 farþegar strandaglópar á Íslandi og um 1.400 til viðbótar á leiðinni. Það gæti tekið þrjá til fjóra daga að koma þessu fólki til síns heima. „Hér er komin niðurstaða. Hér er að raungerast það sem við höfum svo sem búið okkur undir að gæti mjög líklega gerst. Þetta eru auðvitað vonbrigði og maður finnur sérstaklega til með öllu þessu starfsfólki sem hjá fyrirtækinu starfa;“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um gjaldþrot WOW air. „Við erum með farþega í Keflavík, um 1.300 hundrað núna og við erum með um 1.400 farþega sem eru annars staðar á leiðinni til Íslands. Við vitum að Icelandair hefur þegar boðið svokölluð björgunarfargjöld og Easy Jet sömuleiðis, og von á því að fleiri flugfélög geti gert það líka til þess að koma þessum farþegum til síns heima,“ segir Þórdís Kolbrún. Það ferli gæti tekið þrjá til fjóra daga. Þórdís Kolbrún segir gjaldþrot WOW air mikla röskun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og það muni hafa áhrif á hana. „En það skiptir auðvitað öllu máli að halda því til haga að íslensk ferðaþjónusta er sterk, það er mikil eftirspurn eftir því að koma til landsins og við eigum óinnleyst tækifæri í þá veru.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar WOW ráðvilltir og argir Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag 28. mars 2019 07:14 Isavia beitti stöðvunarheimild á flugvél WOW í Keflavík Stöðvunarheimildinni var beitt á vél WOW air til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum. 28. mars 2019 10:40 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenska ferðaþjónustu sterka. Gjaldþrot WOW air sé þó röskun og muni hafa áhrif. Nú séu um 1.300 farþegar strandaglópar á Íslandi og um 1.400 til viðbótar á leiðinni. Það gæti tekið þrjá til fjóra daga að koma þessu fólki til síns heima. „Hér er komin niðurstaða. Hér er að raungerast það sem við höfum svo sem búið okkur undir að gæti mjög líklega gerst. Þetta eru auðvitað vonbrigði og maður finnur sérstaklega til með öllu þessu starfsfólki sem hjá fyrirtækinu starfa;“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um gjaldþrot WOW air. „Við erum með farþega í Keflavík, um 1.300 hundrað núna og við erum með um 1.400 farþega sem eru annars staðar á leiðinni til Íslands. Við vitum að Icelandair hefur þegar boðið svokölluð björgunarfargjöld og Easy Jet sömuleiðis, og von á því að fleiri flugfélög geti gert það líka til þess að koma þessum farþegum til síns heima,“ segir Þórdís Kolbrún. Það ferli gæti tekið þrjá til fjóra daga. Þórdís Kolbrún segir gjaldþrot WOW air mikla röskun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og það muni hafa áhrif á hana. „En það skiptir auðvitað öllu máli að halda því til haga að íslensk ferðaþjónusta er sterk, það er mikil eftirspurn eftir því að koma til landsins og við eigum óinnleyst tækifæri í þá veru.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar WOW ráðvilltir og argir Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag 28. mars 2019 07:14 Isavia beitti stöðvunarheimild á flugvél WOW í Keflavík Stöðvunarheimildinni var beitt á vél WOW air til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum. 28. mars 2019 10:40 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Farþegar WOW ráðvilltir og argir Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag 28. mars 2019 07:14
Isavia beitti stöðvunarheimild á flugvél WOW í Keflavík Stöðvunarheimildinni var beitt á vél WOW air til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum. 28. mars 2019 10:40
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06