Farþegar í Leifsstöð afar ósáttir Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 28. mars 2019 14:01 Kimberly ásamt öðrum ferðamanni sem er í svipuðum sporum. Kimberly er afar ósátt við að henni hafi ekki á neinu stigi máls verið haldið upplýstri um stöðuna. visir/JóiK Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent