Farþegar í Leifsstöð afar ósáttir Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 28. mars 2019 14:01 Kimberly ásamt öðrum ferðamanni sem er í svipuðum sporum. Kimberly er afar ósátt við að henni hafi ekki á neinu stigi máls verið haldið upplýstri um stöðuna. visir/JóiK Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08