WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. mars 2019 14:31 Frá Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem fjöldi strandaglópa hefur verið í dag vegna falls WOW air. vísir/vilhelm „Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir. Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
„Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06