„Það er náttúrlega fullt af störfum í boði en það er ekkert í boði á Íslandi mér vitandi,“ segir Vignir.

„Heimurinn er smár þegar kemur að flugvélum og flugi.“
Vignir segir ÍFF nú reyna að koma á sambandi við atvinnumiðlanir.
„Við erum að reyna að aðstoða og koma böndum á þetta kaos sem búið er að myndast. Við erum að reyna að halda hópinn en það er hver og einn að skoða fyrir sig,“ segir hann.
Í gær misstu 178 starfandi flugmenn innan ÍFF vinnuna.
„Við hjá félaginu vorum öll að missa vinnuna nema eini starfsmaðurinn okkar. Það er enn starfandi sem stéttarfélag þótt forsendur þess og hlutverk kunni að breytast.“