Skáldar um stjórnmál Marta Guðjónsdóttir skrifar 29. mars 2019 08:15 Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar