Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 16:20 Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum. WOW air Ferðaskrifstofan Gaman-Ferðir hefur sagt upp hluta starfsfólks síns eftir að WOW air varð gjaldþrota. Flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni en framkvæmdastjóri hennar segir stjórnendurna ætla að vaða í gegnum eld og brennistein til að þurfa ekki að standa við þessar uppsagnir. Bragi Hinrik Magnússon, annar af tveimur framkvæmdastjórum Gaman-Ferða, segir 15 manns starfa hjá ferðaskrifstofunni en vildi ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp.Sjá einnig: WOW air eignast helmings hlut í Gaman Ferðum Hann segir hlut WOW air í Gaman-Ferðum vera hluta af þeim eignum flugfélagsins tilheyra þrotabúi þess og skiptastjóri muni ráða næstu skrefum um hlutinn. „Uppsagnirnar eru varúðarráðstöfun. Veltan okkar mun minnka eitthvað,“ segir Bragi Hinrik í samtali við Vísi en WOW air var stærsti birgi ferðaskrifstofunnar. Hann segir merkilegt hvað ferðaskrifstofunni hafa borist mörg símtöl og bókanir í dag. „Við erum bjartsýnir en verðum að vera skynsamir. Við gerum samt ekki ráð fyrir að nokkur gangi út hjá okkur eftir þrjá mánuði þegar uppsagnarfresturinn er liðinn. Við erum með góðan hóp af starfsfólki og munum berjast í gegnum eld og brennistein til að halda þeim áfram,“ segir Bragi. Unnið sé með öllum flugfélögum og ekkert sem hindri starfsemi ferðaskrifstofunnar þó svo að WOW air hafi farið í þrot. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Ferðaskrifstofan Gaman-Ferðir hefur sagt upp hluta starfsfólks síns eftir að WOW air varð gjaldþrota. Flugfélagið átti 49 prósenta hlut í ferðaskrifstofunni en framkvæmdastjóri hennar segir stjórnendurna ætla að vaða í gegnum eld og brennistein til að þurfa ekki að standa við þessar uppsagnir. Bragi Hinrik Magnússon, annar af tveimur framkvæmdastjórum Gaman-Ferða, segir 15 manns starfa hjá ferðaskrifstofunni en vildi ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp.Sjá einnig: WOW air eignast helmings hlut í Gaman Ferðum Hann segir hlut WOW air í Gaman-Ferðum vera hluta af þeim eignum flugfélagsins tilheyra þrotabúi þess og skiptastjóri muni ráða næstu skrefum um hlutinn. „Uppsagnirnar eru varúðarráðstöfun. Veltan okkar mun minnka eitthvað,“ segir Bragi Hinrik í samtali við Vísi en WOW air var stærsti birgi ferðaskrifstofunnar. Hann segir merkilegt hvað ferðaskrifstofunni hafa borist mörg símtöl og bókanir í dag. „Við erum bjartsýnir en verðum að vera skynsamir. Við gerum samt ekki ráð fyrir að nokkur gangi út hjá okkur eftir þrjá mánuði þegar uppsagnarfresturinn er liðinn. Við erum með góðan hóp af starfsfólki og munum berjast í gegnum eld og brennistein til að halda þeim áfram,“ segir Bragi. Unnið sé með öllum flugfélögum og ekkert sem hindri starfsemi ferðaskrifstofunnar þó svo að WOW air hafi farið í þrot.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira