Vandræðalega upphlaupið var réttmætt Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 07:00 Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar. Vísir/stefán Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að fundarboð í samgöngu- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar í ágúst í fyrra hafi verið gallað. Sjálfstæðismenn gengu af fundinum og sögðu hann ekki hafa verið boðaðan með löglegum fyrirvara. Þar að auki hafi fundargögn ekki fylgt fundarboðinu. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það í byrjun fundarins að hann yrði af boðaður en sú tillaga var felld af fulltrúum meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfirgáfu fundinn. Í bókun meirihlutans segir að bilun í tölvukerfi og innsláttarvilla á netföngum hafi orðið til þess að fundarboðið barst ekki tímanlega, engu að síður sé það ótvírætt álit lögfræðinga sviðsins að ágallarnir valdi ekki því að fundurinn teljist ólögmætur. „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum átta ára ferli í pólitík,“ sagði Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun Sjálfstæðismanna að yfirgefa fundinn. Í bréfi ráðuneytisins til borgarstjóra í vikunni segir að ágallarnir séu til þess fallnir að valda óvissu um lögmæti fundarins. Er því beint til borgarinnar að tryggja framvegis að uppfylla kröfur um boðun funda og rétt væri að lengja lágmarksfyrirvara á fundarboðum. Hefur ráðuneytið beðið um viðbrögð frá borginni vegna tilmælanna. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að fundarboð í samgöngu- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar í ágúst í fyrra hafi verið gallað. Sjálfstæðismenn gengu af fundinum og sögðu hann ekki hafa verið boðaðan með löglegum fyrirvara. Þar að auki hafi fundargögn ekki fylgt fundarboðinu. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það í byrjun fundarins að hann yrði af boðaður en sú tillaga var felld af fulltrúum meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfirgáfu fundinn. Í bókun meirihlutans segir að bilun í tölvukerfi og innsláttarvilla á netföngum hafi orðið til þess að fundarboðið barst ekki tímanlega, engu að síður sé það ótvírætt álit lögfræðinga sviðsins að ágallarnir valdi ekki því að fundurinn teljist ólögmætur. „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum átta ára ferli í pólitík,“ sagði Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun Sjálfstæðismanna að yfirgefa fundinn. Í bréfi ráðuneytisins til borgarstjóra í vikunni segir að ágallarnir séu til þess fallnir að valda óvissu um lögmæti fundarins. Er því beint til borgarinnar að tryggja framvegis að uppfylla kröfur um boðun funda og rétt væri að lengja lágmarksfyrirvara á fundarboðum. Hefur ráðuneytið beðið um viðbrögð frá borginni vegna tilmælanna.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira