Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 12:14 Miðjumenn í flokki demókrata eru ánægðir með að Pelosi hafi talað gegn kæru. Þeir óttast að kæra gegn Trump gæti tvíeflt repúblikana fyrir kosningar á næsta ári. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira