Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 12:14 Miðjumenn í flokki demókrata eru ánægðir með að Pelosi hafi talað gegn kæru. Þeir óttast að kæra gegn Trump gæti tvíeflt repúblikana fyrir kosningar á næsta ári. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira