Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 12:14 Miðjumenn í flokki demókrata eru ánægðir með að Pelosi hafi talað gegn kæru. Þeir óttast að kæra gegn Trump gæti tvíeflt repúblikana fyrir kosningar á næsta ári. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, hefur vakið reiði sumra flokkssystkina sinna með því að lýsa því yfir að hún sé andsnúin því að kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Í viðtali sagði hún að Trump væri „ekki þess verður“ að kljúfa þjóðina fyrir með kæru í þinginu. Demókratar hafa verið á báðum áttum um hvort að þeir eigi að nota meirihluta sinn í fulltrúadeildinni til að kæra Trump fyrir embættisbrot. Hluti flokksins er fylgjandi því en aðrir efast um á að það væri pólitískt gott fyrir flokkinn. Kosið verður til forseta á næsta ári og repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni þar sem tekin er afstaða til sektar eða sýknu forseta sem er kærður fyrir embættisbrot. Pelosi virtist taka af allan vafa með ummælum sínum í viðtali við tímarit Washington Post. Þar sagðist hún telja Trump óhæfan til að gegna embætti forseta en að hún væri ekki fylgjandi því að kæra hann. „Kæra fyrir embættisbrot er svo sundrandi fyrir landið að nema það sé eitthvað svo sannfærandi, yfirþyrmandi og þverpólitískt þá held ég að við ættum ekki að fara þá leið vegna þess að það klífur landið og hann er bara ekki þess virði,“ segir Pelosi í viðtalinu.Óhæfur á allan hátt Aðeins um tveir mánuðir eru frá því að demókratar tóku við meirihluta í fulltrúadeildinni. Með honum fengu þeir formennsku í þingnefndum sem hafa víðtækar rannsóknarheimildir. Undanfarnar vikur hafa þeir lagt drög að fjölda rannsókna á umdeildum og vafasömum gjörðum forsetans og ríkisstjórnar hans. Því kom það ýmsum demókrötum í opna skjöldu að leiðtogi þeirra skyldi taka svo afdráttarlaust til orða um möguleikann á kæru. „Ef [rannsóknir okkar sýna] skýrt mynstur misbeitingu valds, hindrunar á framgangi réttvísinnar þá sýnist mér að það sé kæranlegt,“ segir Pramila Jayapal, þingmaður demókrata frá Washington-ríki. Ummæli Pelosi eru þó fjarri því að vera nokkurs konar traustsyfirlýsing á forsetann. Hún var spurð hvort að Trump væri hæfur til að gegna embættinu. „Er um við að tala um siðferðislega? Vitsmunalega? Pólitískt? Um hvað erum við að tala?“ spurði Pelosi á móti. „Allt ofangreint. Nei. Nei. Ég held ekki að hann sé það. Ég meina, siðferðislega óhæfur. Vitsmunalega óhæfur. Hvað varðar forvitni óhæfur. Nei, mér finnst hann ekki hæfur til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði þingforsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira