Óvíst með áformað útboð Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. mars 2019 06:15 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K „Það kemur til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Icelandair Hotels vel og það verða ekki „frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Markaðinn, og nefnir að það hafi komið fram á hluthafafundi fyrirtækisins á föstudag. „Eins og staðan er núna, líta tilboðin ágætlega út.“ Stefnt var að hlutafjárútboði Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi í ár, sem lýkur í mars, en upplýst var um á aðalfundinum að nú væri horft til fyrri helmings ársins. Fjárhæðin sem safna á er 625 milljónir að nafnvirði, miðað við markaðsvirðið núna er um rúmlega 4,4 milljarða króna að ræða.Hvers vegna var ákveðið að fresta hlutafjárútboðinu? „Upphaflega var ákveðið að auka hlutafé Icelandair Group til að fjármagna kaup á WOW air. Þau kaup gengu ekki eftir, eins og upplýst var í lok nóvember. Engu að síður sóttum við um heimild til hluthafa þess efnis að auka hlutafé til að nýta til vaxtar ef breytingar verða á samkeppnisumhverfinu. Enn er stefnt að útboðinu en við viljum fá skýrari mynd á það hvernig landið liggur áður en efnt verður til hlutafjárútboðs.“Getur Icelandair farið í hlutafjárútboð áður en myndin skýrist varðandi framtíð WOW air? „Já það getur félagið, við erum að fylgjast með samkeppnisumhverfinu í heild sinni og tækifærunum þar.“KeflavÃkurflugvöllur, flug, flugsamgöngur, millilandaflug, Iceland air, flugstæði, flugvélar, IcelandairTíu milljarða lán Icelandair Group hefur gengið frá 80 milljóna dollara láni, jafnvirði 9,7 milljarða króna, frá innlendum banka. Morgunblaðið sagði í gær að Landsbankinn væri lánveitandinn. Bogi Nils segir að lánið verði nýtt til að endurfjármagna skuldabréf á hagstæðari kjörum. Að auki sé lengt í láninu en það sé til fimm ára. Skuldir félagsins muni því ekki aukast fyrir vikið. „Við höfum unnið að fjármögnuninni í nokkra mánuði.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að vegna erfiðleika í rekstri hafi Icelandair Group brotið lánaskilmála skuldabréfanna. Að hans sögn greiddi félagið 73 milljónir dollara inn á skuldabréfaflokkinn í janúar. Félagið muni því á skömmum tíma hafa greitt 153 milljónir dollara inn á lánið, jafnvirði 18,5 milljarða króna. „Þá standa 60 milljónir dollara eftir og það kemur til greina að endurfjármagna þá að fullu fyrir lok annars fjórðungs. Við höfum nokkuð mikinn sveigjanleika. Við getum veðsett flugvélar í okkar eigu sem eru óveðsettar og getum því stokkið til ef viðunandi kjör bjóðast á markaðnum.“Ekki rætt um stærra lánVildi bankinn ekki lána nægilega mikið til að greiða skuldabréfaflokkinn upp að fullu? „Það var ekki rætt um það. Það eru fleiri aðilar, sérstaklega erlendis, sem bjóða fjármögnun sem þessa. Það eru því margir möguleikar opnir.“Er ekki erfiðara að ráðast í endurskipulagningu á rekstrinum þegar þið eruð með skráð skuldabréf? Eflaust auðveldara að ræða við einn banka í stað fleiri skuldabréfaeigenda? „Það er alveg rétt. Það er ókyrrð í loftinu í flugrekstri, afkoman á síðasta ári var ekki góð og ýmislegt að eiga sér stað í þessum geira á Íslandi. Við þær aðstæður er mun þægilegra að ræða við einn banka í stað tuga fjárfesta.“ Icelandair Group á 42 flugvélar, þar af eru 30 óveðsettar. Flestar þeirra eru Boeing 757.Á hvað eru þessar flugvélar sem nýttar eru sem veð bókfærðar? Þær eru komnar til ára sinna, hafa þær verið afskrifaðar að fullu? „Flugvélarnar hafa ekki verið afskrifaðar að fullu. Markaðsvirði flugvélanna hefur á undanförnum tveimur árum verið að aukast fremur en að dragast saman. Það er mjög virkur markaður með þessar flugvélar. Það er mjög misjafnt á hvaða verði þær eru bókfærðar. Það fer eftir því hvenær þær voru keyptar og hve mikið þær hafa verið notaðar. Flugvélarnar eru ekki bókfærðar í heilu lagi heldur er skrokkur bókfærður sér og hreyflar sér.“Í ljósi erfiðari tíma í flugrekstri: Hafa greiðslukortafyrirtæki þrengt skilmála sína að undanförnu? „Ekki hvað okkur varðar.“Ákvörðunin ekkert að gera með flugörygg „Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri,“ sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Hlutabréf félagsins höfðu skömmu áður hríðfallið í verði eftir að bresk flugmálayfirvöld greindu frá því að engar Boeing 737 MAX vélar mættu fljúga innan breskrar lofthelgi. Gengi bréfanna lækkaði um rúmlega 5 prósent í samtals 482 milljóna króna veltu og stóð í 7,1 krónu á hlut við lokun markaða. Frá áramótum hafa bréfin lækkað í verði um nærri 26 prósent. Bogi segir að flugmálayfirvöld í löndum sem Icelandair flýgur til hafi bannað flug umræddra flugvéla. Það trufli leiðakerfi flugfélagsins og því hafi verið ákveðið að stöðva rekstur þeirra og nota aðrar vélar í staðinn. „Ákvörðunin hefur ekkert að gera með afstöðu okkar til öryggis vélanna. Við teljum þær, eins og áður, öruggar til flugs.“ Icelandair mun fá innan skamms sex 737 flugvélar frá Boeing, þar af eru þrjár 737 MAX 8 og þrjár MAX 9. Á næsta ári mun það fá tvær MAX 8 vélar og eina árið 2021. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um þrjár vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum, segir í tilkynningunni.Skapar það mikið fjárhagstjón fyrir Icelandair Group að geta ekki nýtt MAX 8 flugvélarnar sem það á og eru á leiðinni? „Til skamms tíma eru áhrifin óveruleg, við erum með svigrúm í flugflota félagsins til að bregðast við þessum aðstæðum. Eins og fram kom í tilkynningunni eru þetta 3 vélar af 33 í núverandi flota.“Hafið þið sett ykkur í samband við Boeing og reynt að gera breytingar á afhendingu flugvélanna, annaðhvort fyrir sumarið eða næsta sumar? „Við erum í stöðugu sambandi við Boeing en það hefur ekki komið til umræðu að fresta afhendingu véla.“Enn meiri þrýstingur á hagræðingu Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að það líti út fyrir að fyrsti fjórðungur ársins hjá Icelandair Group verði verri en í fyrra. „Verkföll eru að bresta á og búið að taka Boeing MAX 8 vélar úr rekstri, sem hefur neikvæð áhrif á reksturinn, sem leiðir til þess að útlit er fyrir að annar fjórðungur verði líka verri en árið áður. Stjórnendur flugfélagsins hafa því knappari tíma en áður til að snúa við rekstrinum, þótt vissulega sé það vel gerlegt. Sveiflur í rekstri flugfélaga geta verið ótrúlegar. Nú hefur skapast enn meiri þrýstingur á að hagrætt verði hjá félaginu. Ef ekki, gæti farið svo að árið í ár verði verra en í fyrra og þá eru horfur fyrir árið 2020 ekki góðar,“ segir hann en nefnir að fjárhagur fyrirtækisins þoli umtalsvert tap. Icelandair Group tapaði 52 milljónum dollara á fyrri helmingi ársins 2018 og 110 milljónum dollara á árinu öllu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Það kemur til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Icelandair Hotels vel og það verða ekki „frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Markaðinn, og nefnir að það hafi komið fram á hluthafafundi fyrirtækisins á föstudag. „Eins og staðan er núna, líta tilboðin ágætlega út.“ Stefnt var að hlutafjárútboði Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi í ár, sem lýkur í mars, en upplýst var um á aðalfundinum að nú væri horft til fyrri helmings ársins. Fjárhæðin sem safna á er 625 milljónir að nafnvirði, miðað við markaðsvirðið núna er um rúmlega 4,4 milljarða króna að ræða.Hvers vegna var ákveðið að fresta hlutafjárútboðinu? „Upphaflega var ákveðið að auka hlutafé Icelandair Group til að fjármagna kaup á WOW air. Þau kaup gengu ekki eftir, eins og upplýst var í lok nóvember. Engu að síður sóttum við um heimild til hluthafa þess efnis að auka hlutafé til að nýta til vaxtar ef breytingar verða á samkeppnisumhverfinu. Enn er stefnt að útboðinu en við viljum fá skýrari mynd á það hvernig landið liggur áður en efnt verður til hlutafjárútboðs.“Getur Icelandair farið í hlutafjárútboð áður en myndin skýrist varðandi framtíð WOW air? „Já það getur félagið, við erum að fylgjast með samkeppnisumhverfinu í heild sinni og tækifærunum þar.“KeflavÃkurflugvöllur, flug, flugsamgöngur, millilandaflug, Iceland air, flugstæði, flugvélar, IcelandairTíu milljarða lán Icelandair Group hefur gengið frá 80 milljóna dollara láni, jafnvirði 9,7 milljarða króna, frá innlendum banka. Morgunblaðið sagði í gær að Landsbankinn væri lánveitandinn. Bogi Nils segir að lánið verði nýtt til að endurfjármagna skuldabréf á hagstæðari kjörum. Að auki sé lengt í láninu en það sé til fimm ára. Skuldir félagsins muni því ekki aukast fyrir vikið. „Við höfum unnið að fjármögnuninni í nokkra mánuði.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að vegna erfiðleika í rekstri hafi Icelandair Group brotið lánaskilmála skuldabréfanna. Að hans sögn greiddi félagið 73 milljónir dollara inn á skuldabréfaflokkinn í janúar. Félagið muni því á skömmum tíma hafa greitt 153 milljónir dollara inn á lánið, jafnvirði 18,5 milljarða króna. „Þá standa 60 milljónir dollara eftir og það kemur til greina að endurfjármagna þá að fullu fyrir lok annars fjórðungs. Við höfum nokkuð mikinn sveigjanleika. Við getum veðsett flugvélar í okkar eigu sem eru óveðsettar og getum því stokkið til ef viðunandi kjör bjóðast á markaðnum.“Ekki rætt um stærra lánVildi bankinn ekki lána nægilega mikið til að greiða skuldabréfaflokkinn upp að fullu? „Það var ekki rætt um það. Það eru fleiri aðilar, sérstaklega erlendis, sem bjóða fjármögnun sem þessa. Það eru því margir möguleikar opnir.“Er ekki erfiðara að ráðast í endurskipulagningu á rekstrinum þegar þið eruð með skráð skuldabréf? Eflaust auðveldara að ræða við einn banka í stað fleiri skuldabréfaeigenda? „Það er alveg rétt. Það er ókyrrð í loftinu í flugrekstri, afkoman á síðasta ári var ekki góð og ýmislegt að eiga sér stað í þessum geira á Íslandi. Við þær aðstæður er mun þægilegra að ræða við einn banka í stað tuga fjárfesta.“ Icelandair Group á 42 flugvélar, þar af eru 30 óveðsettar. Flestar þeirra eru Boeing 757.Á hvað eru þessar flugvélar sem nýttar eru sem veð bókfærðar? Þær eru komnar til ára sinna, hafa þær verið afskrifaðar að fullu? „Flugvélarnar hafa ekki verið afskrifaðar að fullu. Markaðsvirði flugvélanna hefur á undanförnum tveimur árum verið að aukast fremur en að dragast saman. Það er mjög virkur markaður með þessar flugvélar. Það er mjög misjafnt á hvaða verði þær eru bókfærðar. Það fer eftir því hvenær þær voru keyptar og hve mikið þær hafa verið notaðar. Flugvélarnar eru ekki bókfærðar í heilu lagi heldur er skrokkur bókfærður sér og hreyflar sér.“Í ljósi erfiðari tíma í flugrekstri: Hafa greiðslukortafyrirtæki þrengt skilmála sína að undanförnu? „Ekki hvað okkur varðar.“Ákvörðunin ekkert að gera með flugörygg „Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri,“ sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Hlutabréf félagsins höfðu skömmu áður hríðfallið í verði eftir að bresk flugmálayfirvöld greindu frá því að engar Boeing 737 MAX vélar mættu fljúga innan breskrar lofthelgi. Gengi bréfanna lækkaði um rúmlega 5 prósent í samtals 482 milljóna króna veltu og stóð í 7,1 krónu á hlut við lokun markaða. Frá áramótum hafa bréfin lækkað í verði um nærri 26 prósent. Bogi segir að flugmálayfirvöld í löndum sem Icelandair flýgur til hafi bannað flug umræddra flugvéla. Það trufli leiðakerfi flugfélagsins og því hafi verið ákveðið að stöðva rekstur þeirra og nota aðrar vélar í staðinn. „Ákvörðunin hefur ekkert að gera með afstöðu okkar til öryggis vélanna. Við teljum þær, eins og áður, öruggar til flugs.“ Icelandair mun fá innan skamms sex 737 flugvélar frá Boeing, þar af eru þrjár 737 MAX 8 og þrjár MAX 9. Á næsta ári mun það fá tvær MAX 8 vélar og eina árið 2021. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um þrjár vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum, segir í tilkynningunni.Skapar það mikið fjárhagstjón fyrir Icelandair Group að geta ekki nýtt MAX 8 flugvélarnar sem það á og eru á leiðinni? „Til skamms tíma eru áhrifin óveruleg, við erum með svigrúm í flugflota félagsins til að bregðast við þessum aðstæðum. Eins og fram kom í tilkynningunni eru þetta 3 vélar af 33 í núverandi flota.“Hafið þið sett ykkur í samband við Boeing og reynt að gera breytingar á afhendingu flugvélanna, annaðhvort fyrir sumarið eða næsta sumar? „Við erum í stöðugu sambandi við Boeing en það hefur ekki komið til umræðu að fresta afhendingu véla.“Enn meiri þrýstingur á hagræðingu Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að það líti út fyrir að fyrsti fjórðungur ársins hjá Icelandair Group verði verri en í fyrra. „Verkföll eru að bresta á og búið að taka Boeing MAX 8 vélar úr rekstri, sem hefur neikvæð áhrif á reksturinn, sem leiðir til þess að útlit er fyrir að annar fjórðungur verði líka verri en árið áður. Stjórnendur flugfélagsins hafa því knappari tíma en áður til að snúa við rekstrinum, þótt vissulega sé það vel gerlegt. Sveiflur í rekstri flugfélaga geta verið ótrúlegar. Nú hefur skapast enn meiri þrýstingur á að hagrætt verði hjá félaginu. Ef ekki, gæti farið svo að árið í ár verði verra en í fyrra og þá eru horfur fyrir árið 2020 ekki góðar,“ segir hann en nefnir að fjárhagur fyrirtækisins þoli umtalsvert tap. Icelandair Group tapaði 52 milljónum dollara á fyrri helmingi ársins 2018 og 110 milljónum dollara á árinu öllu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira