Hún sagði að þegar hún var að byrja að gera tónlist, árið 2017, hafi mikil breyting verið að eiga sér stað í samfélaginu. Metoo-byltingin hafi verið að fara af stað.
„Ég hef verið að sjá alveg ótrúlega grósku í tónlist hjá ungum stelpum í dag. Mig langaði til að hvetja allar ungar stelpur sem eru að horfa á þetta akkúrat núna. Látið ykkur dreyma! Látið ykkur dreyma risastórt! Þetta er mögulegt. Takk fyrir,“ sagði GDRN sem heitir eða Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir réttu nafni.
„Mig langaði til að hvetja allar ungar stelpur sem eru að horfa á þetta akkúrat núna; látið ykkur dreyma, látið ykkur dreyma risastórt og þetta er mögulegt.“ @GDRNmusic er ein af sigurvegurum kvöldsins pic.twitter.com/PjXuFClEyAPlata GDRN, Hvað ef var valin poppplata ársins og lagið Lætur mig, sem hún syngur með Flóna og var samið með ra:tio, var valið popplag ársins. Þá var Guðrún Ýr var kosin söngkona ársins í flokki popp, rokk, raf- og hiphopptónlistar og þá fékk hún verðlaun fyrir myndband ársins við lagið Lætur mig.
— Íslensku tónlistarverðlaunin (@Istonverdlaunin) March 13, 2019