Handbolti

Alfreð eltir Flensburg og tíu íslensk mörk í sigri Ljónanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er að gera flotta hluti í Þýskalandi. Það er ekkert nýtt.
Alfreð er að gera flotta hluti í Þýskalandi. Það er ekkert nýtt. vísir/getty
Kiel er áfram fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sigur á Leipzig í kvöld, 27-22. Staðan í hálfleik var 10-10.

Rhein-Neckar Löwen lenti í engum vandræðum með Wetzlar á heimavelli en lokatölur urðu tíu marka sigur Ljónanna, 31-21. Þeir voru 15-13 yfir í hálfleik.

Guðjón Valur Sigurðsson var næst markahæsti leikmaður Löwen en hann skoraði sex mörk úr tíu skotum.

Alexander Petersson bætti við fjórum mörkum en Löwen er í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir Kiel.

Füchse Berlín tapaði fyrir Melsungen á útivelli, 26-22, eftir að hafa verið 12-8 undir í hálfleik. Berlín og Melsungen eru jöfn í fimmta til sjötta sætinu en Bjarki Már Elísson gerði gerði tvö mörk fyrir Berlín.

Í sænsku úrvalsdeildinni Kristianstad vann sjö marka sigur á Önnereds, 32-25. Ólafur Guðmundsson gerði fimm mörk, Arnar Freyr Arnarsson gerði fjögur og Teitur Örn Einarsson þrjú.

Kristianstad er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×