Repúblikanar á þingi fara gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 21:00 Starfsmaður Hvíta hússins segir að Trump muni ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn honum. AP/Evan Vucci Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16