Klár vilji ráðherrans að áfrýja Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra, ræðir við fjölmiðla á tröppunum á Bessastöðum fyrir ríkisráðsfund í gær. vísir/vilhelm Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira