Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 10:44 Mikil viðbúnaður er hjá lögreglu á Nýja-Sjálandi vegna fjölldamorðanna í Christchurch. Vísir/EPA Lögreglan í Christchurch á Nýja-Sjálandi segir að karlmaður sem er hátt á þrítugsaldri hafi verið ákærður fyrir morð í tengslum við skotárásir í tveimur moskum í dag. Tæplega fimmtíu manns liggja í valnum og tugir til viðbóta eru sárir, þar á meðal ung börn. Nágrenni íbúðar sem er talin tengjast árásarmanni hefur verið rýmt á meðan lögregla leitar þar. Árásarmaður sem streymdi myndbandi af sjálfum sér myrða fólk í annarri moskunni nafngreindi sjálfan sig og sagðist vera 28 ára gamall Ástrali. Lögreglan í Christchurch staðfesti ekki hvort að hann sé maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir morð á blaðamannafundi fyrr í dag. Þrír aðrir voru handteknir með skotvopn nærri moskunum en ekki liggur fyrir hvort eða hvernig þeir tengjast fjöldamorðinu. Lögreglan fann einnig það sem eru taldar heimatilbúnar sprengjur á bílum. Mikil viðbúnaður er í Christchurch og víðar á Nýja-Sjálandi í kjölfar voðaverkanna. Af þeim sem létust féll 41 í al-Noor-moskunni á Deans-stræti og átta í Linwood-moskunni austan við miðborgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk þeirra eru 48 sagðir liggja særðir á sjúkrahúsi borgarinnar. Á meðal þeirra eru ung börn með skotsár. Greint hefur verið frá því að mögulega séu Indverjar og Bangladessar á meðal þeirra látnu. Nýsjálenska lögreglan greindi frá því að hún hefði rýmt svæði í kringum fasteign sem er talin tengjast árásinni í borginni Dunedin, suður af Christchurch.1/2 Police are currently in attendance at a property onSomerville Street, Dunedin. This is a location of interest in relation to theserious firearms incident in Christchurch today.Evacuations of properties in the immediate area have taken placeas a precaution.— New Zealand Police (@nzpolice) March 15, 2019 Yfirlýsingu mögulega ætlað að afvegaleiða Myndbandið af hluta árásanna fór sem eldur um sinu um netið. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur hvatt fólk til þess að dreifa því ekki frekar. Á því sást maðurinn skjóta á gesti moskunnar, vopnaður hálfsjálfvirkum haglabyssum og riffli. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið virkur í netsamfélögum hægriöfgamanna. Tuga blaðsíðna löng stefnuyfirlýsing sem hann á að hafa birt fyrir árásina er full af lofi um aðra öfgamenn og morðingja, þar á meðal norska fjöldamorðingjanna Anders Behring Breivik. Stefnuyfirlýsingin virðist hins vegar einnig full af vísunum í minni [e. Meme] sem eru vinsæl í vissum afkimum netsins. Hlutum hennar virðist gagngert hafa verið ætlað að afvegaleiða eða fífla lögreglu og fjölmiðla um raunverulegar hvatir og skoðanir morðingjans. Ef mark er takandi á yfirlýsingunni virðist árásarmaðurinn aðhyllast rasískar hægriöfgaskoðanir sem ganga út á að múslimar séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Lögreglan í Christchurch á Nýja-Sjálandi segir að karlmaður sem er hátt á þrítugsaldri hafi verið ákærður fyrir morð í tengslum við skotárásir í tveimur moskum í dag. Tæplega fimmtíu manns liggja í valnum og tugir til viðbóta eru sárir, þar á meðal ung börn. Nágrenni íbúðar sem er talin tengjast árásarmanni hefur verið rýmt á meðan lögregla leitar þar. Árásarmaður sem streymdi myndbandi af sjálfum sér myrða fólk í annarri moskunni nafngreindi sjálfan sig og sagðist vera 28 ára gamall Ástrali. Lögreglan í Christchurch staðfesti ekki hvort að hann sé maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir morð á blaðamannafundi fyrr í dag. Þrír aðrir voru handteknir með skotvopn nærri moskunum en ekki liggur fyrir hvort eða hvernig þeir tengjast fjöldamorðinu. Lögreglan fann einnig það sem eru taldar heimatilbúnar sprengjur á bílum. Mikil viðbúnaður er í Christchurch og víðar á Nýja-Sjálandi í kjölfar voðaverkanna. Af þeim sem létust féll 41 í al-Noor-moskunni á Deans-stræti og átta í Linwood-moskunni austan við miðborgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk þeirra eru 48 sagðir liggja særðir á sjúkrahúsi borgarinnar. Á meðal þeirra eru ung börn með skotsár. Greint hefur verið frá því að mögulega séu Indverjar og Bangladessar á meðal þeirra látnu. Nýsjálenska lögreglan greindi frá því að hún hefði rýmt svæði í kringum fasteign sem er talin tengjast árásinni í borginni Dunedin, suður af Christchurch.1/2 Police are currently in attendance at a property onSomerville Street, Dunedin. This is a location of interest in relation to theserious firearms incident in Christchurch today.Evacuations of properties in the immediate area have taken placeas a precaution.— New Zealand Police (@nzpolice) March 15, 2019 Yfirlýsingu mögulega ætlað að afvegaleiða Myndbandið af hluta árásanna fór sem eldur um sinu um netið. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur hvatt fólk til þess að dreifa því ekki frekar. Á því sást maðurinn skjóta á gesti moskunnar, vopnaður hálfsjálfvirkum haglabyssum og riffli. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið virkur í netsamfélögum hægriöfgamanna. Tuga blaðsíðna löng stefnuyfirlýsing sem hann á að hafa birt fyrir árásina er full af lofi um aðra öfgamenn og morðingja, þar á meðal norska fjöldamorðingjanna Anders Behring Breivik. Stefnuyfirlýsingin virðist hins vegar einnig full af vísunum í minni [e. Meme] sem eru vinsæl í vissum afkimum netsins. Hlutum hennar virðist gagngert hafa verið ætlað að afvegaleiða eða fífla lögreglu og fjölmiðla um raunverulegar hvatir og skoðanir morðingjans. Ef mark er takandi á yfirlýsingunni virðist árásarmaðurinn aðhyllast rasískar hægriöfgaskoðanir sem ganga út á að múslimar séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent