Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 10:44 Mikil viðbúnaður er hjá lögreglu á Nýja-Sjálandi vegna fjölldamorðanna í Christchurch. Vísir/EPA Lögreglan í Christchurch á Nýja-Sjálandi segir að karlmaður sem er hátt á þrítugsaldri hafi verið ákærður fyrir morð í tengslum við skotárásir í tveimur moskum í dag. Tæplega fimmtíu manns liggja í valnum og tugir til viðbóta eru sárir, þar á meðal ung börn. Nágrenni íbúðar sem er talin tengjast árásarmanni hefur verið rýmt á meðan lögregla leitar þar. Árásarmaður sem streymdi myndbandi af sjálfum sér myrða fólk í annarri moskunni nafngreindi sjálfan sig og sagðist vera 28 ára gamall Ástrali. Lögreglan í Christchurch staðfesti ekki hvort að hann sé maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir morð á blaðamannafundi fyrr í dag. Þrír aðrir voru handteknir með skotvopn nærri moskunum en ekki liggur fyrir hvort eða hvernig þeir tengjast fjöldamorðinu. Lögreglan fann einnig það sem eru taldar heimatilbúnar sprengjur á bílum. Mikil viðbúnaður er í Christchurch og víðar á Nýja-Sjálandi í kjölfar voðaverkanna. Af þeim sem létust féll 41 í al-Noor-moskunni á Deans-stræti og átta í Linwood-moskunni austan við miðborgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk þeirra eru 48 sagðir liggja særðir á sjúkrahúsi borgarinnar. Á meðal þeirra eru ung börn með skotsár. Greint hefur verið frá því að mögulega séu Indverjar og Bangladessar á meðal þeirra látnu. Nýsjálenska lögreglan greindi frá því að hún hefði rýmt svæði í kringum fasteign sem er talin tengjast árásinni í borginni Dunedin, suður af Christchurch.1/2 Police are currently in attendance at a property onSomerville Street, Dunedin. This is a location of interest in relation to theserious firearms incident in Christchurch today.Evacuations of properties in the immediate area have taken placeas a precaution.— New Zealand Police (@nzpolice) March 15, 2019 Yfirlýsingu mögulega ætlað að afvegaleiða Myndbandið af hluta árásanna fór sem eldur um sinu um netið. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur hvatt fólk til þess að dreifa því ekki frekar. Á því sást maðurinn skjóta á gesti moskunnar, vopnaður hálfsjálfvirkum haglabyssum og riffli. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið virkur í netsamfélögum hægriöfgamanna. Tuga blaðsíðna löng stefnuyfirlýsing sem hann á að hafa birt fyrir árásina er full af lofi um aðra öfgamenn og morðingja, þar á meðal norska fjöldamorðingjanna Anders Behring Breivik. Stefnuyfirlýsingin virðist hins vegar einnig full af vísunum í minni [e. Meme] sem eru vinsæl í vissum afkimum netsins. Hlutum hennar virðist gagngert hafa verið ætlað að afvegaleiða eða fífla lögreglu og fjölmiðla um raunverulegar hvatir og skoðanir morðingjans. Ef mark er takandi á yfirlýsingunni virðist árásarmaðurinn aðhyllast rasískar hægriöfgaskoðanir sem ganga út á að múslimar séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Lögreglan í Christchurch á Nýja-Sjálandi segir að karlmaður sem er hátt á þrítugsaldri hafi verið ákærður fyrir morð í tengslum við skotárásir í tveimur moskum í dag. Tæplega fimmtíu manns liggja í valnum og tugir til viðbóta eru sárir, þar á meðal ung börn. Nágrenni íbúðar sem er talin tengjast árásarmanni hefur verið rýmt á meðan lögregla leitar þar. Árásarmaður sem streymdi myndbandi af sjálfum sér myrða fólk í annarri moskunni nafngreindi sjálfan sig og sagðist vera 28 ára gamall Ástrali. Lögreglan í Christchurch staðfesti ekki hvort að hann sé maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir morð á blaðamannafundi fyrr í dag. Þrír aðrir voru handteknir með skotvopn nærri moskunum en ekki liggur fyrir hvort eða hvernig þeir tengjast fjöldamorðinu. Lögreglan fann einnig það sem eru taldar heimatilbúnar sprengjur á bílum. Mikil viðbúnaður er í Christchurch og víðar á Nýja-Sjálandi í kjölfar voðaverkanna. Af þeim sem létust féll 41 í al-Noor-moskunni á Deans-stræti og átta í Linwood-moskunni austan við miðborgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk þeirra eru 48 sagðir liggja særðir á sjúkrahúsi borgarinnar. Á meðal þeirra eru ung börn með skotsár. Greint hefur verið frá því að mögulega séu Indverjar og Bangladessar á meðal þeirra látnu. Nýsjálenska lögreglan greindi frá því að hún hefði rýmt svæði í kringum fasteign sem er talin tengjast árásinni í borginni Dunedin, suður af Christchurch.1/2 Police are currently in attendance at a property onSomerville Street, Dunedin. This is a location of interest in relation to theserious firearms incident in Christchurch today.Evacuations of properties in the immediate area have taken placeas a precaution.— New Zealand Police (@nzpolice) March 15, 2019 Yfirlýsingu mögulega ætlað að afvegaleiða Myndbandið af hluta árásanna fór sem eldur um sinu um netið. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur hvatt fólk til þess að dreifa því ekki frekar. Á því sást maðurinn skjóta á gesti moskunnar, vopnaður hálfsjálfvirkum haglabyssum og riffli. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið virkur í netsamfélögum hægriöfgamanna. Tuga blaðsíðna löng stefnuyfirlýsing sem hann á að hafa birt fyrir árásina er full af lofi um aðra öfgamenn og morðingja, þar á meðal norska fjöldamorðingjanna Anders Behring Breivik. Stefnuyfirlýsingin virðist hins vegar einnig full af vísunum í minni [e. Meme] sem eru vinsæl í vissum afkimum netsins. Hlutum hennar virðist gagngert hafa verið ætlað að afvegaleiða eða fífla lögreglu og fjölmiðla um raunverulegar hvatir og skoðanir morðingjans. Ef mark er takandi á yfirlýsingunni virðist árásarmaðurinn aðhyllast rasískar hægriöfgaskoðanir sem ganga út á að múslimar séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15