Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 12:01 Lögreglubíll við Moskuna miklu í París í morgun. Vísir/EPA Frönsk yfirvöld hafa hert öryggisgæslu við tilbeiðslustaði í kjölfar fjöldamorðanna í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Að minnsta kosti 49 eru látnir eftir skotárás morðingjans sem virðist hafa verið hægriöfgamaður. Slökkt verður á Eiffel-turninum í kvöld til að minnast fórnarlambanna. Stærsta samfélag múslima í Vestur-Evrópu er að finna í Frakklandi. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að öryggissveitir færu í eftirlitsferðir nærri bænarhúsum í ljósi voðaverkanna á Nýja-Sjálandi í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti á Twitter, að slökkt yrði á ljósum Eiffel-turnins í kvöld til að minnast fórnarlambanna.En hommage aux victimes de cet attentat, nous éteindrons ce vendredi soir @LaTourEiffel à minuit.— Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) March 15, 2019 Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglan á Skotlandi hafi einnig hert öryggi nærri moskum vegna voðaverkanna í Christchurch. Ekki hafi þó borist neinar njósnir af því að sérstök hætta sé á árásum þar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur lýst morðæðinu í Christchurch sem hryðjuverki. Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmd hryðjuverkið í dag, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í morgun. Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti um árásina nú í morgun og bauð fram aðstoð Bandaríkjastjórnar. „Hlýjasta samúð mín og bestu óskir til nýsjálensku þjóðarinnar eftir hræðilega fjöldamorðið í moskunum. 49 sakleysingjar hafa látið lífið á svo skynlausan hátt og svo margir fleiri eru alvarlega sárir. Bandaríkin standa með Nýja-Sjálandi með öllu því sem við getum gert. Guð blessi alla!“ tísti forsetinn.My warmest sympathy and best wishes goes out to the people of New Zealand after the horrible massacre in the Mosques. 49 innocent people have so senselessly died, with so many more seriously injured. The U.S. stands by New Zealand for anything we can do. God bless all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 15, 2019 Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Frönsk yfirvöld hafa hert öryggisgæslu við tilbeiðslustaði í kjölfar fjöldamorðanna í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Að minnsta kosti 49 eru látnir eftir skotárás morðingjans sem virðist hafa verið hægriöfgamaður. Slökkt verður á Eiffel-turninum í kvöld til að minnast fórnarlambanna. Stærsta samfélag múslima í Vestur-Evrópu er að finna í Frakklandi. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að öryggissveitir færu í eftirlitsferðir nærri bænarhúsum í ljósi voðaverkanna á Nýja-Sjálandi í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti á Twitter, að slökkt yrði á ljósum Eiffel-turnins í kvöld til að minnast fórnarlambanna.En hommage aux victimes de cet attentat, nous éteindrons ce vendredi soir @LaTourEiffel à minuit.— Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) March 15, 2019 Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglan á Skotlandi hafi einnig hert öryggi nærri moskum vegna voðaverkanna í Christchurch. Ekki hafi þó borist neinar njósnir af því að sérstök hætta sé á árásum þar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur lýst morðæðinu í Christchurch sem hryðjuverki. Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmd hryðjuverkið í dag, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í morgun. Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti um árásina nú í morgun og bauð fram aðstoð Bandaríkjastjórnar. „Hlýjasta samúð mín og bestu óskir til nýsjálensku þjóðarinnar eftir hræðilega fjöldamorðið í moskunum. 49 sakleysingjar hafa látið lífið á svo skynlausan hátt og svo margir fleiri eru alvarlega sárir. Bandaríkin standa með Nýja-Sjálandi með öllu því sem við getum gert. Guð blessi alla!“ tísti forsetinn.My warmest sympathy and best wishes goes out to the people of New Zealand after the horrible massacre in the Mosques. 49 innocent people have so senselessly died, with so many more seriously injured. The U.S. stands by New Zealand for anything we can do. God bless all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 15, 2019
Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44