Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 13:31 Fólk beið í örvæntingu fyrir utan aðra moskuna þar sem árásarmaður myrti fólk með köldu blóði. Vísir/AP Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53