Hótelturn sagður fráhrindandi og einsleitur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 18:10 Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Skýrsla fagrýnihóps Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Niðurstöður rýnihópsins voru kynntar á fundi skipulags-og samgönguráðs í gær. RÚV greinir fyrst frá þessu. Faghópur skipaður Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ. Á horni Skúlagötu og Vitastígs stendur til að 17. hæða hótelturn rísi við Skúlagötu og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð. Gagnrýni fagrýnihópsins hverfist að mestu um útlit efri hluta byggingarinnar eða frá 9. hæð og upp úr. Hópurinn segist hann ekki vera aðlaðandi í samanburði við önnur háhýsi í nágrenninu því hann sé of einsleitur og uppbrot sáralítið. Rýnendur segja að önnur háhýsi í nágrenninu séu brotin upp með þakformi og stöllun en það sé ábótavant í hönnun hótelturnsins að Skúlagötu 26. Austurhlið turnsins er sögð fráhrindandi því hún sé nánast gluggalaus „líkt og hugmynd sé að byggja við þá hlið síðar meir,“ segir í skjali fagrýnihópsins. Stungið er upp á því að „grenna“ ásýnd turnsins með dökkum lit því hin ljósa klæðning ýki hæð og breydd efri hluta hans. „Samkvæmt stökum teikningum, þ.e. norðurásýnd sýnir að turninn breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það er reyndin er það ekki til bóta,“ segir í skjalinu. Að mati fagrýnihópsins er nauðsynlegt að endurskoða hönnun hótelturnsins því mikið sé í húfi; borgarmyndin um ókomna tíð. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Hótelturn sem til stendur að rísi við Skúlagötu 26 er bæði fráhrindandi og einsleitur og mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar að mati fagrýnihóps arkitekta. Byggingin verður mjög áberandi í borgarmyndinni og því mikilvægt að vel takist til. Niðurstöður rýnihópsins voru kynntar á fundi skipulags-og samgönguráðs í gær. RÚV greinir fyrst frá þessu. Faghópur skipaður Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt FÍLA, Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt FAÍ og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur, arkitekt FAÍ. Á horni Skúlagötu og Vitastígs stendur til að 17. hæða hótelturn rísi við Skúlagötu og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð. Gagnrýni fagrýnihópsins hverfist að mestu um útlit efri hluta byggingarinnar eða frá 9. hæð og upp úr. Hópurinn segist hann ekki vera aðlaðandi í samanburði við önnur háhýsi í nágrenninu því hann sé of einsleitur og uppbrot sáralítið. Rýnendur segja að önnur háhýsi í nágrenninu séu brotin upp með þakformi og stöllun en það sé ábótavant í hönnun hótelturnsins að Skúlagötu 26. Austurhlið turnsins er sögð fráhrindandi því hún sé nánast gluggalaus „líkt og hugmynd sé að byggja við þá hlið síðar meir,“ segir í skjali fagrýnihópsins. Stungið er upp á því að „grenna“ ásýnd turnsins með dökkum lit því hin ljósa klæðning ýki hæð og breydd efri hluta hans. „Samkvæmt stökum teikningum, þ.e. norðurásýnd sýnir að turninn breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það er reyndin er það ekki til bóta,“ segir í skjalinu. Að mati fagrýnihópsins er nauðsynlegt að endurskoða hönnun hótelturnsins því mikið sé í húfi; borgarmyndin um ókomna tíð.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira