Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2019 21:15 Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, sýnir þjóðbúningana. Stöð 2/Einar Árnason. Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. Safnið finnst norður í Húnavatnssýslum en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2. Það heitir Heimilisiðnaðarsafnið og á sér yfir fjörutíu ára sögu á Blönduósi. Það stendur við hlið gamla Kvennaskólans á norðurbakka Blöndu skammt frá ósnum. „Þetta er eina safn sinnar tegundar á Íslandi og við erum sérstaklega að vekja athygli á menningararfi kvenna,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins.Heimilisiðnaðarsafnið er á norðurbakka Blöndu, við hlið gamla Kvennaskólans.Stöð 2/Einar Árnason.Í sýningarsal sem kallast „Herbergið hennar“ segir Elín okkur að hvort sem var á fátækum eða efnameiri heimilum hafi íslenskar konur lagt mikla áherslu á að hafa fallegt í kringum sig. „Undirfötin, þetta var hvítt, þetta var fallegt, þetta var útbróderað. Sama með sængurfatnað. Falleg milliver. Sængurver voru ekki tekin í notkun fyrr en búið var að merkja þau,“ segir Elín. Í þjóðbúningsal má sjá peysuföt og skautbúninga. Þar sýnir Elín okkur hvernig framreiðslustúlkur voru klæddar þegar þær gengu um beina í heimsókn Danakonungs árið 1907; í upphlut með hvítri skyrtu og slaufu.Halldóra Bjarnadóttir við ritvélina en hún varð landsþekkt fyrir greinaskrif og útvarpserindi um störf kvenna.Mynd/Heimilisiðnaðarsafnið.Það var karlmaður sem hannaði skautbúninginn, Sigurður Guðmundsson málari, í kringum 1860. „Hann var mjög rómantískur, hann Sigurður. Hann leit svo á að konan ætti að vera svona tákn fyrir þjóðina, fyrir landið. Blæjan, faldurinn, spöngin; þetta eru tákn fyrir jöklana, fjöllin, sólina,“ segir Elín. Halldórustofa, helguð Halldóru Bjarnadóttur, sem var frumkvöðull í því að halda menningu kvenna á lofti, þykir sumum helgidómur en þar má sjá persónulega muni hennar. „Stólinn sem hún kallaði ævinlega hásætið sitt og sagði gjarnan við gesti: Tylltu þér í hásætið og ég gef þér sérríglas.“ Halldóra varð 108 ára gömul og þegar hún lést árið 1981 hafði enginn Íslendingur náð svo háum aldri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Ferðamennska á Íslandi Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47 Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30 Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. Safnið finnst norður í Húnavatnssýslum en fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2. Það heitir Heimilisiðnaðarsafnið og á sér yfir fjörutíu ára sögu á Blönduósi. Það stendur við hlið gamla Kvennaskólans á norðurbakka Blöndu skammt frá ósnum. „Þetta er eina safn sinnar tegundar á Íslandi og við erum sérstaklega að vekja athygli á menningararfi kvenna,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins.Heimilisiðnaðarsafnið er á norðurbakka Blöndu, við hlið gamla Kvennaskólans.Stöð 2/Einar Árnason.Í sýningarsal sem kallast „Herbergið hennar“ segir Elín okkur að hvort sem var á fátækum eða efnameiri heimilum hafi íslenskar konur lagt mikla áherslu á að hafa fallegt í kringum sig. „Undirfötin, þetta var hvítt, þetta var fallegt, þetta var útbróderað. Sama með sængurfatnað. Falleg milliver. Sængurver voru ekki tekin í notkun fyrr en búið var að merkja þau,“ segir Elín. Í þjóðbúningsal má sjá peysuföt og skautbúninga. Þar sýnir Elín okkur hvernig framreiðslustúlkur voru klæddar þegar þær gengu um beina í heimsókn Danakonungs árið 1907; í upphlut með hvítri skyrtu og slaufu.Halldóra Bjarnadóttir við ritvélina en hún varð landsþekkt fyrir greinaskrif og útvarpserindi um störf kvenna.Mynd/Heimilisiðnaðarsafnið.Það var karlmaður sem hannaði skautbúninginn, Sigurður Guðmundsson málari, í kringum 1860. „Hann var mjög rómantískur, hann Sigurður. Hann leit svo á að konan ætti að vera svona tákn fyrir þjóðina, fyrir landið. Blæjan, faldurinn, spöngin; þetta eru tákn fyrir jöklana, fjöllin, sólina,“ segir Elín. Halldórustofa, helguð Halldóru Bjarnadóttur, sem var frumkvöðull í því að halda menningu kvenna á lofti, þykir sumum helgidómur en þar má sjá persónulega muni hennar. „Stólinn sem hún kallaði ævinlega hásætið sitt og sagði gjarnan við gesti: Tylltu þér í hásætið og ég gef þér sérríglas.“ Halldóra varð 108 ára gömul og þegar hún lést árið 1981 hafði enginn Íslendingur náð svo háum aldri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Ferðamennska á Íslandi Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47 Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30 Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hvetur fólk til að klæðast íslenska þjóðbúningnum Þjóðbúningadagurinn var haldinn í Safnahúsinu í dag. Dagurinn er liður í því að hvetja landsmenn til að klæða sig oftar upp í Þjóðbúning, en formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands vill sjá fólk í þjóðbúningi við öll tilefni. 10. mars 2019 18:47
Leyniformúlan gerir Blönduós mikilvægan fyrir fiskútflutning Leyniformúla, sem varðveitt er í læstu hólfi, er lykilinn að því að lítið fyrirtæki á Blönduósi er orðið þýðingarmikið fyrir fiskútflutning þjóðarinnar. 14. mars 2019 22:30
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29