Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. mars 2019 23:45 Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Vísir/ap Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Tveir aðrir eru einnig í haldi lögreglu. Hryðjuverkamaðurinn er 28 ára Ástrali að nafni Brenton Tarrant. Hann er fyrrverandi einkaþjálfari og yfirlýstur fasisti. Í réttarsalnum gjóaði hann augunum við og við til fjölmiðla sem voru viðstaddir. Tarrant mætti fyrir dómara í handjárnum og virtist svipbrigðalaus á meðan dómarinn talaði. Gert er ráð fyrir að ákæruliðum á hendur honum fjölgi talsvert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Tarrant fór ekki fram á að vera látinn laus gegn tryggingu og var færður aftur í varðhald en hann mun þurfa að mæta aftur fyrir dómara 5. apríl næstkomandi. Fyrir utan réttarsalinn voru synir Daoud Nabi, afgansks manns á áttræðisaldri sem var myrtur í hryðjuverkaárásinni. Þeir kröfðust réttlætis og annar þeirra sagði að tilfinningin sem bærðist um innra með honum í kjölfar morðsins á föður hans væri hryllileg. „Þetta er hryllilegt, tilfinningin er hryllileg.“ Nabi var skotinn til bana í Deans Ave moskunni þar sem hann iðkaði trú sína. Hann lést við að skýla öðrum gestum fyrir kúluregni hryðjuverkamannsins. Sjá nánar: Maður á áttræðisaldri fyrstur til að vera nafngreindur Nabi var formaður samtaka Afgana í Nýja-Sjálandi en það eru samtök sem hverfast um að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og hjálpa innflytjendum að aðlagast samfélaginu í Nýja-Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Tveir aðrir eru einnig í haldi lögreglu. Hryðjuverkamaðurinn er 28 ára Ástrali að nafni Brenton Tarrant. Hann er fyrrverandi einkaþjálfari og yfirlýstur fasisti. Í réttarsalnum gjóaði hann augunum við og við til fjölmiðla sem voru viðstaddir. Tarrant mætti fyrir dómara í handjárnum og virtist svipbrigðalaus á meðan dómarinn talaði. Gert er ráð fyrir að ákæruliðum á hendur honum fjölgi talsvert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Tarrant fór ekki fram á að vera látinn laus gegn tryggingu og var færður aftur í varðhald en hann mun þurfa að mæta aftur fyrir dómara 5. apríl næstkomandi. Fyrir utan réttarsalinn voru synir Daoud Nabi, afgansks manns á áttræðisaldri sem var myrtur í hryðjuverkaárásinni. Þeir kröfðust réttlætis og annar þeirra sagði að tilfinningin sem bærðist um innra með honum í kjölfar morðsins á föður hans væri hryllileg. „Þetta er hryllilegt, tilfinningin er hryllileg.“ Nabi var skotinn til bana í Deans Ave moskunni þar sem hann iðkaði trú sína. Hann lést við að skýla öðrum gestum fyrir kúluregni hryðjuverkamannsins. Sjá nánar: Maður á áttræðisaldri fyrstur til að vera nafngreindur Nabi var formaður samtaka Afgana í Nýja-Sjálandi en það eru samtök sem hverfast um að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og hjálpa innflytjendum að aðlagast samfélaginu í Nýja-Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12
Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00