Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Ari Brynjólfsson skrifar 16. mars 2019 07:45 Reynir Snær Skarphéðinsson ásamt félögum sínum. Þeir komu frá Hafnarfirði til að taka þátt í mótmælunum. FBL/anton brink Á annað þúsund ungmenni mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Mótmælin hófust á hádegi þar sem ungmennin söfnuðust saman fyrir framan Hallgrímskirkju og gengu niður á Austurvöll. Mótmælin eru hluti af skólaverkfalli sem fór fram í gær í meira en tvö þúsund borgum og bæjum í meira en hundrað löndum. Forsprakki skólaverkfallsins, hin sænska Greta Thunberg, var á fimmtudaginn tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Ungir mótmælendur sem Fréttablaðið ræddi við voru allir á sama máli um að nauðsynlegt væri að grípa til tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum. „Við erum komnir til að mótmæla, ætlum að gera betri framtíð fyrir okkur. Við fengum fría eyðu, við fáum síðan að fara heim. Við fréttum bara af þessu í dag frá öðrum nemendum,“ segir Reynir Snær Skarphéðinsson, sem tók strætó úr Hafnarfirði ásamt félögum sínum til að mæta á mótmælin. „Ég frétti nú bara af þessu á Instagram áðan,“ bætti félagi hans við.Ungmenni fjölmenntu í bæinn og skrópuðu í skólanum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Fréttablaðið/ErnirSkólarnir í Reykjavík virðast ekki hafa verið með samantekin ráð um viðburðinn. Í bréfi skólastjóra Vesturbæjarskóla til foreldra kom fram að mótmæli undanfarnar vikur hefðu valdið óróa innan skólans og ekki yrði hringt í foreldra til að fá leyfi fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Foreldrar þyrftu að óska eftir leyfi með góðum fyrirvara fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Í bréfi sem skólastjóri Melaskóla sendi á foreldra klukkutíma fyrir mótmælin í gær sagði hann að á sama tíma og jákvætt væri að börnin vildu beita sér fyrir aðgerðum til verndar náttúrunni þá mættu þau ekki skrópa. Í bréfinu lýsir hann áhyggjum af því að börn fari úr þeirra umsjón og eftirlitslaus niður í miðbæ en starfsmenn skólans muni ekki fylgja þeim. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir í á annan tug grunnskóla og skóla- og frístundasvið vegna mótmælanna en fá svör bárust. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, segir að einhverjir nemendur sínir hafi farið, þeir hafi undirbúið sig í félagsmiðstöðinni fyrr í vikunni. Þeir hafi hvorki verið hvattir til að mótmæla né lattir. Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs og einn skipuleggjenda mótmælanna, sagði að hún hefði ekkert heyrt frá skólunum. „Ég hef ekki heyrt múkk frá þeim. Það hafa engar kvartanir borist. Ég held að þetta sé hluti af skólastarfi að fræða börn um loftslagsmál.“ Það var nokkur munur á svörum mótmælenda eftir því úr hvaða skólum þeir komu. „Við þurftum að fá leyfi frá foreldri, bara eins og veikindaleyfi. Við hringdum bara í mömmur okkar, skólinn var eitthvað á móti því að við færum, þau sögðu að við fengjum fjarvist ef við færum án leyfis,“ sögðu piltar úr Valhúsaskóla við blaðamann. Einn þeirra skaut inn: „Við búum á Nesinu, þannig að þetta er allt svolítið hægrisinnað.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. 12. mars 2019 12:34 Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli og fer verkfallið fram í yfir hundrað löndum. 15. mars 2019 12:42 Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Fékk börn til þess að útskýra loftslagsbreytingar fyrir Trump Tíst Donald Trump Bandaríkjaforseta um þann mikla sem gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir þar sem hann spurði hvort ekki væri þörf á hlýnun jarðar hefur vakið talsverða athygli. 30. janúar 2019 22:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Á annað þúsund ungmenni mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Mótmælin hófust á hádegi þar sem ungmennin söfnuðust saman fyrir framan Hallgrímskirkju og gengu niður á Austurvöll. Mótmælin eru hluti af skólaverkfalli sem fór fram í gær í meira en tvö þúsund borgum og bæjum í meira en hundrað löndum. Forsprakki skólaverkfallsins, hin sænska Greta Thunberg, var á fimmtudaginn tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Ungir mótmælendur sem Fréttablaðið ræddi við voru allir á sama máli um að nauðsynlegt væri að grípa til tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum. „Við erum komnir til að mótmæla, ætlum að gera betri framtíð fyrir okkur. Við fengum fría eyðu, við fáum síðan að fara heim. Við fréttum bara af þessu í dag frá öðrum nemendum,“ segir Reynir Snær Skarphéðinsson, sem tók strætó úr Hafnarfirði ásamt félögum sínum til að mæta á mótmælin. „Ég frétti nú bara af þessu á Instagram áðan,“ bætti félagi hans við.Ungmenni fjölmenntu í bæinn og skrópuðu í skólanum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Fréttablaðið/ErnirSkólarnir í Reykjavík virðast ekki hafa verið með samantekin ráð um viðburðinn. Í bréfi skólastjóra Vesturbæjarskóla til foreldra kom fram að mótmæli undanfarnar vikur hefðu valdið óróa innan skólans og ekki yrði hringt í foreldra til að fá leyfi fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Foreldrar þyrftu að óska eftir leyfi með góðum fyrirvara fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Í bréfi sem skólastjóri Melaskóla sendi á foreldra klukkutíma fyrir mótmælin í gær sagði hann að á sama tíma og jákvætt væri að börnin vildu beita sér fyrir aðgerðum til verndar náttúrunni þá mættu þau ekki skrópa. Í bréfinu lýsir hann áhyggjum af því að börn fari úr þeirra umsjón og eftirlitslaus niður í miðbæ en starfsmenn skólans muni ekki fylgja þeim. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir í á annan tug grunnskóla og skóla- og frístundasvið vegna mótmælanna en fá svör bárust. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, segir að einhverjir nemendur sínir hafi farið, þeir hafi undirbúið sig í félagsmiðstöðinni fyrr í vikunni. Þeir hafi hvorki verið hvattir til að mótmæla né lattir. Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs og einn skipuleggjenda mótmælanna, sagði að hún hefði ekkert heyrt frá skólunum. „Ég hef ekki heyrt múkk frá þeim. Það hafa engar kvartanir borist. Ég held að þetta sé hluti af skólastarfi að fræða börn um loftslagsmál.“ Það var nokkur munur á svörum mótmælenda eftir því úr hvaða skólum þeir komu. „Við þurftum að fá leyfi frá foreldri, bara eins og veikindaleyfi. Við hringdum bara í mömmur okkar, skólinn var eitthvað á móti því að við færum, þau sögðu að við fengjum fjarvist ef við færum án leyfis,“ sögðu piltar úr Valhúsaskóla við blaðamann. Einn þeirra skaut inn: „Við búum á Nesinu, þannig að þetta er allt svolítið hægrisinnað.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. 12. mars 2019 12:34 Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli og fer verkfallið fram í yfir hundrað löndum. 15. mars 2019 12:42 Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Fékk börn til þess að útskýra loftslagsbreytingar fyrir Trump Tíst Donald Trump Bandaríkjaforseta um þann mikla sem gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir þar sem hann spurði hvort ekki væri þörf á hlýnun jarðar hefur vakið talsverða athygli. 30. janúar 2019 22:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. 12. mars 2019 12:34
Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli og fer verkfallið fram í yfir hundrað löndum. 15. mars 2019 12:42
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00
Fékk börn til þess að útskýra loftslagsbreytingar fyrir Trump Tíst Donald Trump Bandaríkjaforseta um þann mikla sem gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir þar sem hann spurði hvort ekki væri þörf á hlýnun jarðar hefur vakið talsverða athygli. 30. janúar 2019 22:21