Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Ari Brynjólfsson skrifar 16. mars 2019 07:45 Reynir Snær Skarphéðinsson ásamt félögum sínum. Þeir komu frá Hafnarfirði til að taka þátt í mótmælunum. FBL/anton brink Á annað þúsund ungmenni mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Mótmælin hófust á hádegi þar sem ungmennin söfnuðust saman fyrir framan Hallgrímskirkju og gengu niður á Austurvöll. Mótmælin eru hluti af skólaverkfalli sem fór fram í gær í meira en tvö þúsund borgum og bæjum í meira en hundrað löndum. Forsprakki skólaverkfallsins, hin sænska Greta Thunberg, var á fimmtudaginn tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Ungir mótmælendur sem Fréttablaðið ræddi við voru allir á sama máli um að nauðsynlegt væri að grípa til tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum. „Við erum komnir til að mótmæla, ætlum að gera betri framtíð fyrir okkur. Við fengum fría eyðu, við fáum síðan að fara heim. Við fréttum bara af þessu í dag frá öðrum nemendum,“ segir Reynir Snær Skarphéðinsson, sem tók strætó úr Hafnarfirði ásamt félögum sínum til að mæta á mótmælin. „Ég frétti nú bara af þessu á Instagram áðan,“ bætti félagi hans við.Ungmenni fjölmenntu í bæinn og skrópuðu í skólanum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Fréttablaðið/ErnirSkólarnir í Reykjavík virðast ekki hafa verið með samantekin ráð um viðburðinn. Í bréfi skólastjóra Vesturbæjarskóla til foreldra kom fram að mótmæli undanfarnar vikur hefðu valdið óróa innan skólans og ekki yrði hringt í foreldra til að fá leyfi fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Foreldrar þyrftu að óska eftir leyfi með góðum fyrirvara fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Í bréfi sem skólastjóri Melaskóla sendi á foreldra klukkutíma fyrir mótmælin í gær sagði hann að á sama tíma og jákvætt væri að börnin vildu beita sér fyrir aðgerðum til verndar náttúrunni þá mættu þau ekki skrópa. Í bréfinu lýsir hann áhyggjum af því að börn fari úr þeirra umsjón og eftirlitslaus niður í miðbæ en starfsmenn skólans muni ekki fylgja þeim. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir í á annan tug grunnskóla og skóla- og frístundasvið vegna mótmælanna en fá svör bárust. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, segir að einhverjir nemendur sínir hafi farið, þeir hafi undirbúið sig í félagsmiðstöðinni fyrr í vikunni. Þeir hafi hvorki verið hvattir til að mótmæla né lattir. Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs og einn skipuleggjenda mótmælanna, sagði að hún hefði ekkert heyrt frá skólunum. „Ég hef ekki heyrt múkk frá þeim. Það hafa engar kvartanir borist. Ég held að þetta sé hluti af skólastarfi að fræða börn um loftslagsmál.“ Það var nokkur munur á svörum mótmælenda eftir því úr hvaða skólum þeir komu. „Við þurftum að fá leyfi frá foreldri, bara eins og veikindaleyfi. Við hringdum bara í mömmur okkar, skólinn var eitthvað á móti því að við færum, þau sögðu að við fengjum fjarvist ef við færum án leyfis,“ sögðu piltar úr Valhúsaskóla við blaðamann. Einn þeirra skaut inn: „Við búum á Nesinu, þannig að þetta er allt svolítið hægrisinnað.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. 12. mars 2019 12:34 Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli og fer verkfallið fram í yfir hundrað löndum. 15. mars 2019 12:42 Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Fékk börn til þess að útskýra loftslagsbreytingar fyrir Trump Tíst Donald Trump Bandaríkjaforseta um þann mikla sem gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir þar sem hann spurði hvort ekki væri þörf á hlýnun jarðar hefur vakið talsverða athygli. 30. janúar 2019 22:21 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Á annað þúsund ungmenni mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Mótmælin hófust á hádegi þar sem ungmennin söfnuðust saman fyrir framan Hallgrímskirkju og gengu niður á Austurvöll. Mótmælin eru hluti af skólaverkfalli sem fór fram í gær í meira en tvö þúsund borgum og bæjum í meira en hundrað löndum. Forsprakki skólaverkfallsins, hin sænska Greta Thunberg, var á fimmtudaginn tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Ungir mótmælendur sem Fréttablaðið ræddi við voru allir á sama máli um að nauðsynlegt væri að grípa til tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum. „Við erum komnir til að mótmæla, ætlum að gera betri framtíð fyrir okkur. Við fengum fría eyðu, við fáum síðan að fara heim. Við fréttum bara af þessu í dag frá öðrum nemendum,“ segir Reynir Snær Skarphéðinsson, sem tók strætó úr Hafnarfirði ásamt félögum sínum til að mæta á mótmælin. „Ég frétti nú bara af þessu á Instagram áðan,“ bætti félagi hans við.Ungmenni fjölmenntu í bæinn og skrópuðu í skólanum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Fréttablaðið/ErnirSkólarnir í Reykjavík virðast ekki hafa verið með samantekin ráð um viðburðinn. Í bréfi skólastjóra Vesturbæjarskóla til foreldra kom fram að mótmæli undanfarnar vikur hefðu valdið óróa innan skólans og ekki yrði hringt í foreldra til að fá leyfi fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Foreldrar þyrftu að óska eftir leyfi með góðum fyrirvara fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Í bréfi sem skólastjóri Melaskóla sendi á foreldra klukkutíma fyrir mótmælin í gær sagði hann að á sama tíma og jákvætt væri að börnin vildu beita sér fyrir aðgerðum til verndar náttúrunni þá mættu þau ekki skrópa. Í bréfinu lýsir hann áhyggjum af því að börn fari úr þeirra umsjón og eftirlitslaus niður í miðbæ en starfsmenn skólans muni ekki fylgja þeim. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir í á annan tug grunnskóla og skóla- og frístundasvið vegna mótmælanna en fá svör bárust. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, segir að einhverjir nemendur sínir hafi farið, þeir hafi undirbúið sig í félagsmiðstöðinni fyrr í vikunni. Þeir hafi hvorki verið hvattir til að mótmæla né lattir. Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs og einn skipuleggjenda mótmælanna, sagði að hún hefði ekkert heyrt frá skólunum. „Ég hef ekki heyrt múkk frá þeim. Það hafa engar kvartanir borist. Ég held að þetta sé hluti af skólastarfi að fræða börn um loftslagsmál.“ Það var nokkur munur á svörum mótmælenda eftir því úr hvaða skólum þeir komu. „Við þurftum að fá leyfi frá foreldri, bara eins og veikindaleyfi. Við hringdum bara í mömmur okkar, skólinn var eitthvað á móti því að við færum, þau sögðu að við fengjum fjarvist ef við færum án leyfis,“ sögðu piltar úr Valhúsaskóla við blaðamann. Einn þeirra skaut inn: „Við búum á Nesinu, þannig að þetta er allt svolítið hægrisinnað.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. 12. mars 2019 12:34 Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli og fer verkfallið fram í yfir hundrað löndum. 15. mars 2019 12:42 Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Fékk börn til þess að útskýra loftslagsbreytingar fyrir Trump Tíst Donald Trump Bandaríkjaforseta um þann mikla sem gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir þar sem hann spurði hvort ekki væri þörf á hlýnun jarðar hefur vakið talsverða athygli. 30. janúar 2019 22:21 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. 12. mars 2019 12:34
Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli og fer verkfallið fram í yfir hundrað löndum. 15. mars 2019 12:42
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00
Fékk börn til þess að útskýra loftslagsbreytingar fyrir Trump Tíst Donald Trump Bandaríkjaforseta um þann mikla sem gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir þar sem hann spurði hvort ekki væri þörf á hlýnun jarðar hefur vakið talsverða athygli. 30. janúar 2019 22:21