Sérsveit krónprinsins pyntaði og rændi stjórnarandstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 08:53 Salman krónprins var fyrst lýst sem umbótamanni þegar hann tók í reynd við stjórn Sádi-Arabíu árið 2017. Undir hans stjórn hafa stjórnarandstæðingar hins vegar verið handteknir, pyntaðir og jafnvel myrtir. Vísir/EPA Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent