Leita manns í tengslum við árásina í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 13:41 Lögregla birti þessa mynd af manninum sem lýst er eftir. Mynd/Lögreglan í Utrecht Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni. Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni.
Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52