Sandra Hlíf Ocares hefur verið ráðin verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins. Um er að ræða samstarfsvettvang Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Framkvæmdasýslu ríkisins.
Í færslu á vef Samtaka iðnaðarins segir að vettvangnum sé ætlað að „efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans.“
Þar er einnig drepið á ferli Söndru en þar segir meðal annars að hún sé með BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og ML-gráðu frá sama skóla.
Sandra hefur auk þess starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi, sem yfirlögfræðingur Plain Vanilla, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Alterna og þá hefur hún jafnframt verið sjálfstætt starfandi lögfræðingur.
Sandra hefur að sama skapi gegnt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum. Hún var til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, hún var varaformaður stjórnar ÍV sjóða, í stjórn Icelandic Gaming Industry og er nú formaður tilnefningarnefndar VÍS auk þess sem hún situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur.
Sandra Hlíf til Íslenska byggingavettvangsins
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent


Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða
Viðskipti innlent

Virða niðurstöðu Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent
