Tveir þriðju hlynntir klukkutíma seinkun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. mars 2019 07:30 Samninganefnd Eflingar á fundi um stöðuna í gærkvöld. Fréttablaðið/Eyþór Tæplega tveir af hverjum þremur umsagnaraðilum um mögulega klukkubreytingu hér á landi eru hlynntir því að klukkunni verði flýtt. Um þrjátíu prósent eru á því að ekki eigi að hrófla við klukkunni. Forsætisráðherra lagði í upphafi árs fram til umsagnar tillögur um mögulega tímabreytingu hér á landi. Gefnir voru þrír kostir. Í fyrsta lagi óbreyttan tíma en að lagst yrði í fræðsluátak til að fá fólk til að hátta sig fyrr. Í öðru lagi að klukkunni yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er í samræmi við hnattstöðu landsins. Þriðji kosturinn fól í sér óbreytt ástand en að skólar, og mögulega fyrirtæki og stofnanir, myndu hefja starfsemi klukkustund síðar á morgnanna. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 1.300 umsagnir borist. Skoðun á þeim leiðir í ljós að þeir sem vilja breyta klukkunni eru nærri tvöfalt fleiri en þeir sem vilja það ekki. Tæp fimm prósent eru á því að hafa óbreytta stöðu en seinka skólum og stofnunum. Hluti umsagnaraðila hefur sent inn fleiri en eina umsögn og var þess gætt að telja aðeins eina umsögn frá hverjum og einum. Flestir sem kjósa óbreyttan tímareikning styðja það þeim rökum að þeir vilji halda í dagsbirtu síðari hluta dagsins. Andri Snær Magnason, rithöfundur, vill ekki breyta klukkunni.Einhverjum finnst meira að segja ekki nóg að halda í óbreytt ástand heldur leggja til að klukkunni verði flýtt um eina til tvær klukkustundir til að lengja síðdegisbirtuna enn meir. Þá leggur rúmlega eitt prósent umsagnaraðila það til að hér verði tekinn upp sumar- og vetrartími. Enn öðrum finnst ekki nóg að seinka klukkunni um klukkustund og leggja því til að henni verði seinkað um níutíu mínútur. Tillögurnar eru byggðar á vinnu starfshóps heilbrigðisráðherra sem lagði það til, með tilliti til lýðheilsusjónarmiða, að tímareikningur yrði í samræmi við legu landsins. Þess finnast dæmi hjá umsagnaraðilum að niðurstaða vinnuhóps „sérfræðinga“ sé mjög leiðandi og þvingi seinkuninni upp á fólk. Enn aðrir leggja til að hægt sé að byrja með tilraunir með klukkuseinkun á ákveðnum landsvæðum, til að sjá hvernig það reynist, og stingur upp á Vestfjarðakjálkanum í því samhengi. „Birtan á morgnana gegnir mikilvægu hlutverki í gangverki svefns og vöku sem þarf að endurstilla daglega. Misræmi staðarklukku og líkamsklukku hefur líklega verst áhrif á skólabörn og ekki síst unglinga í framhaldsskólum,“ segir í umsögn Jörgens L. Pind, prófessors í sálfræði. Rithöfundurinn og forsetaframbjóðandinn fyrrverandi, Andri Snær Magnason, er á öðru máli. „Skíðafólk, hestafólk, skokkarar, golfarar, göngufólk og allir sem njóta útiveru eftir vinnu missa heila klukkustund síðdegis. Þau áhrif verða mælanleg í lýðheilsu hvað varðar geðheilsu, virkni, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra þætti sem stafa af kyrrsetu nútímafólks,“ segir í umsögn hans. Tillögurnar eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar til 10. mars. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Breyting á klukkunni muni ekki fjölga birtustundum Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. 16. janúar 2019 07:17 Segir það eina rétta að breyta klukkunni Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. 24. janúar 2019 12:30 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Átta glænýjar staðreyndir um svefn Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um svefn á Íslandi enda umræðan um breytingu á klukkunni hávær. 22. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur umsagnaraðilum um mögulega klukkubreytingu hér á landi eru hlynntir því að klukkunni verði flýtt. Um þrjátíu prósent eru á því að ekki eigi að hrófla við klukkunni. Forsætisráðherra lagði í upphafi árs fram til umsagnar tillögur um mögulega tímabreytingu hér á landi. Gefnir voru þrír kostir. Í fyrsta lagi óbreyttan tíma en að lagst yrði í fræðsluátak til að fá fólk til að hátta sig fyrr. Í öðru lagi að klukkunni yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er í samræmi við hnattstöðu landsins. Þriðji kosturinn fól í sér óbreytt ástand en að skólar, og mögulega fyrirtæki og stofnanir, myndu hefja starfsemi klukkustund síðar á morgnanna. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 1.300 umsagnir borist. Skoðun á þeim leiðir í ljós að þeir sem vilja breyta klukkunni eru nærri tvöfalt fleiri en þeir sem vilja það ekki. Tæp fimm prósent eru á því að hafa óbreytta stöðu en seinka skólum og stofnunum. Hluti umsagnaraðila hefur sent inn fleiri en eina umsögn og var þess gætt að telja aðeins eina umsögn frá hverjum og einum. Flestir sem kjósa óbreyttan tímareikning styðja það þeim rökum að þeir vilji halda í dagsbirtu síðari hluta dagsins. Andri Snær Magnason, rithöfundur, vill ekki breyta klukkunni.Einhverjum finnst meira að segja ekki nóg að halda í óbreytt ástand heldur leggja til að klukkunni verði flýtt um eina til tvær klukkustundir til að lengja síðdegisbirtuna enn meir. Þá leggur rúmlega eitt prósent umsagnaraðila það til að hér verði tekinn upp sumar- og vetrartími. Enn öðrum finnst ekki nóg að seinka klukkunni um klukkustund og leggja því til að henni verði seinkað um níutíu mínútur. Tillögurnar eru byggðar á vinnu starfshóps heilbrigðisráðherra sem lagði það til, með tilliti til lýðheilsusjónarmiða, að tímareikningur yrði í samræmi við legu landsins. Þess finnast dæmi hjá umsagnaraðilum að niðurstaða vinnuhóps „sérfræðinga“ sé mjög leiðandi og þvingi seinkuninni upp á fólk. Enn aðrir leggja til að hægt sé að byrja með tilraunir með klukkuseinkun á ákveðnum landsvæðum, til að sjá hvernig það reynist, og stingur upp á Vestfjarðakjálkanum í því samhengi. „Birtan á morgnana gegnir mikilvægu hlutverki í gangverki svefns og vöku sem þarf að endurstilla daglega. Misræmi staðarklukku og líkamsklukku hefur líklega verst áhrif á skólabörn og ekki síst unglinga í framhaldsskólum,“ segir í umsögn Jörgens L. Pind, prófessors í sálfræði. Rithöfundurinn og forsetaframbjóðandinn fyrrverandi, Andri Snær Magnason, er á öðru máli. „Skíðafólk, hestafólk, skokkarar, golfarar, göngufólk og allir sem njóta útiveru eftir vinnu missa heila klukkustund síðdegis. Þau áhrif verða mælanleg í lýðheilsu hvað varðar geðheilsu, virkni, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra þætti sem stafa af kyrrsetu nútímafólks,“ segir í umsögn hans. Tillögurnar eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar til 10. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Breyting á klukkunni muni ekki fjölga birtustundum Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. 16. janúar 2019 07:17 Segir það eina rétta að breyta klukkunni Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. 24. janúar 2019 12:30 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Átta glænýjar staðreyndir um svefn Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um svefn á Íslandi enda umræðan um breytingu á klukkunni hávær. 22. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Breyting á klukkunni muni ekki fjölga birtustundum Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. 16. janúar 2019 07:17
Segir það eina rétta að breyta klukkunni Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. 24. janúar 2019 12:30
Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00
Átta glænýjar staðreyndir um svefn Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um svefn á Íslandi enda umræðan um breytingu á klukkunni hávær. 22. febrúar 2019 07:30