Bjórlíkisvaka á Dillon Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Jón Bjarni á Dillon ætlar að selja bjórlíki á tilboði í tilefni bjórdagsins , ekki síst til þess að minna fólk á hversu gott það hefur haft það síðustu 30 árin. Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira