Skotsýning frá Harden í Miami Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2019 07:30 Harden var sjóðandi heitur í nótt vísir/getty James Harden átti hreint ótrúlegan leik í sigri Houston Rockets á Miami Heat í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. Harden skoraði næstum helming stiga Rockets. Harden var með 58 stig af 121 stigi Rockets liðsins gegn 118 stigum Miami. Þá var hann með 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Hann var aðeins þremur stigum frá besta skori sínu á ferlinum en bætti metið yfir flest stig skoruð af einum leikmanni gegn Miami. Það met átti Willie Burton frá því í desember 1994 þegar hann skoraði 53 stig gegn Miami fyrir Philadelphia.58 points, 8 triples 10 dimes, 7 boards Sixth 50-point game of the season@JHarden13 goes off in the @HoustonRockets home victory vs. MIA! #Rocketspic.twitter.com/BrpURQ0Ohx — NBA (@NBA) March 1, 2019 Meistararnir í Golden State töpuðu fyrir Orlando Magic á útivelli. Aaron Gordon skoraði 22 stig og tók 15 fráköst í 103-96 sigri. Í þessari viku hefur Magic því unnið ríkjandi meistara og eitt besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, en líka tapað fyrir liðum við botninn. „Við verðum að finna stöðugleika. Við sýndum í dag að við erum gott lið, en við þurfum að spila svona á móti öllum,“ sagði Gordon.@Double0AG (22 PTS) and @TFlight31 (16 PTS) steer the @OrlandoMagic past GSW at home! #PureMagicpic.twitter.com/gal0gj0EpC — NBA (@NBA) March 1, 2019 Tapið skaðar stöðu Golden State á toppi Vesturdeildarinnar þó ekki mikið því Denver tapaði líka. Nuggets lá á heimavelli gegn Utah Jazz. Þetta var fyrsti tapleikurinn eftir níu heimasigra í röð. Utah var með 18 stiga forskot í þriðja leikhluta en heimamenn komu til baka og minnkuðu niður í fimm með aðeins átta mínútur eftir. Gestirnir hengu á sigrinum, ekki síst þökk sé Donovan Mitchell sem skoraði 24 stig, þar af sex mikilvæg stig á lokamínútunum.@spidadmitchell (24 PTS, 4 3PM) and @KyleKorver (22 PTS, 6 3PM) combine for 46 PTS in the @utahjazz' 3rd consecutive W! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/3L28Cv5biz — NBA (@NBA) March 1, 2019Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 122-115 Orlando Magic - Golden State Warriors 103-96 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 118-125 Houston Rockets - Miami Heat 121-118 Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76ers 104-108 Denver Nuggets - Utah Jazz 104-111 NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
James Harden átti hreint ótrúlegan leik í sigri Houston Rockets á Miami Heat í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. Harden skoraði næstum helming stiga Rockets. Harden var með 58 stig af 121 stigi Rockets liðsins gegn 118 stigum Miami. Þá var hann með 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Hann var aðeins þremur stigum frá besta skori sínu á ferlinum en bætti metið yfir flest stig skoruð af einum leikmanni gegn Miami. Það met átti Willie Burton frá því í desember 1994 þegar hann skoraði 53 stig gegn Miami fyrir Philadelphia.58 points, 8 triples 10 dimes, 7 boards Sixth 50-point game of the season@JHarden13 goes off in the @HoustonRockets home victory vs. MIA! #Rocketspic.twitter.com/BrpURQ0Ohx — NBA (@NBA) March 1, 2019 Meistararnir í Golden State töpuðu fyrir Orlando Magic á útivelli. Aaron Gordon skoraði 22 stig og tók 15 fráköst í 103-96 sigri. Í þessari viku hefur Magic því unnið ríkjandi meistara og eitt besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, en líka tapað fyrir liðum við botninn. „Við verðum að finna stöðugleika. Við sýndum í dag að við erum gott lið, en við þurfum að spila svona á móti öllum,“ sagði Gordon.@Double0AG (22 PTS) and @TFlight31 (16 PTS) steer the @OrlandoMagic past GSW at home! #PureMagicpic.twitter.com/gal0gj0EpC — NBA (@NBA) March 1, 2019 Tapið skaðar stöðu Golden State á toppi Vesturdeildarinnar þó ekki mikið því Denver tapaði líka. Nuggets lá á heimavelli gegn Utah Jazz. Þetta var fyrsti tapleikurinn eftir níu heimasigra í röð. Utah var með 18 stiga forskot í þriðja leikhluta en heimamenn komu til baka og minnkuðu niður í fimm með aðeins átta mínútur eftir. Gestirnir hengu á sigrinum, ekki síst þökk sé Donovan Mitchell sem skoraði 24 stig, þar af sex mikilvæg stig á lokamínútunum.@spidadmitchell (24 PTS, 4 3PM) and @KyleKorver (22 PTS, 6 3PM) combine for 46 PTS in the @utahjazz' 3rd consecutive W! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/3L28Cv5biz — NBA (@NBA) March 1, 2019Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 122-115 Orlando Magic - Golden State Warriors 103-96 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 118-125 Houston Rockets - Miami Heat 121-118 Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76ers 104-108 Denver Nuggets - Utah Jazz 104-111
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira