„Bara hin besta kjörsókn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í vikunni og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm „Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
„Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07