Hrossakaup í menntamálum Guðríður Arnardóttir skrifar 1. mars 2019 11:08 Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun