Undarlegt útspil Hatara rétt fyrir úrslit Söngvakeppninnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2019 11:00 Söngvarar Hatara, Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, munda hér flöskur merktar hinu dularfulla SodaDream. Mynd/Svikamylla ehf. Hljómsveitin Hatari, sem stígur á svið í úrslitum Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld, tilkynnti í dag um að hún hefði gengið í samstarf við „alþjóðlega gosframleiðandann SodaDream“, sem virðist þó við nánari athugun hugarfóstur Hataramanna sjálfra. Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu um málið og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld.Þjófstarta ferðalaginu til Tel Aviv með SodaDream Þátttaka Hatara í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið mikla athygli í aðdraganda keppninnar, enda hafa hljómsveitarmeðlimir verið í karakter og haldið gjörningnum til streitu í margar vikur. Gera má ráð fyrir að tilkynning Hatara um samstarfið við hið dularfulla SodaDream sé eitt allra síðasta útspil sveitarinnar fyrir lokaorrustuna í kvöld. Útspilin eru þannig orðin allmörg, líkt og sjá má hér, hér og hér. Eins og áður segir fullyrða Hataramenn í tilkynningu að þeir „taki þátt í söngvakeppninni Eurovision fyrir Íslands hönd“, þrátt fyrir að ekki sé enn búið að velja fulltrúa Íslands í keppninni. Sveitin virðist þó sigurviss og heldur áfram: „[…] en SodaDream mun styðja við bakið á HATARA meðan á undirbúningi og framkvæmd keppninnar stendur. Markmið SodaDream er að flytja út hreint íslenskt bergvatn úr lindum Hálslóns og bæta þannig ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi þar sem íslensk náttúra, íslenskir listamenn og hreinleiki íslensks vatns eru í fyrirrúmi.“ Hyggst SodaDream flytja út vatn samhliða ferðalagi Hatara til Tel Aviv í maí. „Drykkurinn verður fyrst fáanlegur þar í borg en síðar á Íslandi sem og á evrópskum og suður-amerískum markaði.“Hér að neðan má sjá einkennilega auglýsingu frá SodaDream.Haft er eftir Matthíasi Tryggva Haraldssyni, öðrum söngvara Hatara, að meðlimir sveitarinnar viti að vatn sé af skornum skammti í heiminum. „Þess vegna er frábært að Íslendingar flytji út vatn í haganlegum umbúðum SodaDream, svo fleiri geti notið þess með okkur.“ Hinn söngvari Hatara, Klemens Hannigan, bætir við: „Hatari eru stoltir af landi og þjóð og ekki síður stoltir af því að vera gengnir til liðs við allt frábæra fólkið hjá SodaDream. Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn og kunnum að meta fyrirtæki sem sýna samfélagslega ábyrgð með því að styrkja listir og menningu.“„Sodadream verður gosdrykkurinn okkar“ Allt bendir þó til þess að hinn „alþjóðlegi gosframleiðandi“ SodaDream sé hugarfóstur Hatara-manna sjálfra og hluti af hinum umfangsmikla gjörningi í kringum þátttöku sveitarinnar í Söngvakeppninni. Í því samhengi má nefna sambærilegt verkefni Hatara, vefinn Iceland Music News, sem þeir halda úti í gegnum rekstraraðila sinn, Svikamyllu ehf., sem jafnframt er skrifaður fyrir tilkynningunni. Vísað er á vefsíðu SodaDream í tilkynningu, sem og reikninga SodaDream á Facebook, Instagram og Youtube. Fyrstu færslur á Instagram og YouTube birtust í gær en Facebook-síðan virðist alveg óvirk og því ljóst að ekki er um að ræða ýkja rótgróið vörumerki.Kynningarefni frá SodaDream sem sent var með tilkynningunni.Mynd/Svikamylla ehf.Sjá einnig: Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Matthías eignar raunar sveitinni vörumerkið SodaDream í viðtali við Fréttablaðið fyrr í þessum mánuði. Tengingin má því teljast nokkuð augljós. „Við erum stöðugt að sökkva dýpra í þessa sölu- og neysluhyggju. Við erum fyrirtæki, sem rekur fyrirtæki sem rekur fjölmiðil og hljómsveit og stefnum á að framleiða gosdrykk. Sodadream verður gosdrykkurinn okkar. Og líka okkar helsti styrktaraðili.“ Þá má einnig benda á að Hálslón, þar sem SodaDream kveðst fá „hreint íslenskt bergvatn til útflutnings“, er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar og í það rennur vatn úr jökulám. Slíkt vatn er ekki vænlegt til neyslu – sem eflaust er hluti af gjörningnum.Hið ísraelska SodaStream og sniðgönguhreyfingin Að síðustu vekur athygli að nafni og merki SodaDream svipar mjög til ísraelska vörumerkisins SodaStream, eins og raunar er bent á í áðurnefndu Fréttablaðsviðtali við Hatara. SodaStream framleiðir samnefnd sódavatnstæki, sem brúkuð eru á fjölmörgum íslenskum heimilum, en fyrirtækið hefur lengi verið viðfangsefni hinnar palestínsku BDS-hreyfingar (Boycott, Divestment and Sanctions) sem hvatt hefur til þess að ísraelskar vörur, einkum frá hernumdum svæðum í Palestínu, séu sniðgengnar. SodaStream rak verksmiðju á Vesturbakkanum í Ísrael, sem er einn helsti ásteitingarsteinninn í deilu Ísraela og Palestínumanna, fram til ársins 2015.Hatara-menn í sjónvarpssal síðastliðið laugardagskvöld. Samfélagsmiðlanotendur voru mishrifnir af gjörningnum.Skjáskot/RÚVÞá hefur BDS-hreyfingin einnig hvatt til þess að Eurovision í Ísrael verði sniðgengið. Íslendingar hafa einmitt margir lýst því yfir að þeir hyggist sniðganga Eurovision í ár þar sem keppnin er haldin í Ísrael. Rúm 27 þúsund manns rituðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem hvatt var til þess að Íslendingar afþökkuðu þátttöku í Eurovision „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni”.Sjá einnig: Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Sjálfir hafa Hatarar sætt gagnrýni fyrir að skrá sig til keppni en grein listagagnrýnandans Nínu Hjálmarsdóttur vakti til að mynda athygli um liðna helgi. Hún lýsti m.a. yfir vonbrigðum með það að hljómsveitin skyldi ekki verða við óskum Palestínumanna og sniðganga keppnina. Þá sagði hún gjörning þeirra litaðan svokölluðu „white saviour complex“. „Einnig er ekki hægt að líta framhjá því að þátttakan í Eurovision þjónar, að einhverju leyti að minnsta kosti, þeim tilgangi að vekja athygli á hljómsveitinni og koma þeim sjálfum á framfæri. Skiptir þá kannski ekki öllu máli hvort þeim tekst að komast að í sjálfri keppninni, því hitt, að vera bannað að taka þátt, á eftir að vekja ekki síðri athygli. Hatari er í win-win stöðu,“ skrifaði Nína. Hvað sem því líður verður keppnin haldin í kvöld. Fimm flytjendur keppa um hylli þjóðarinnar og farmiðann til Tel Aviv í maí: áðurnefndur Hatari, Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Hataramenn hafa verið metnir sigurstranglegastir í könnunum og veðbönkum, þó að Friðrik Ómar eigi hug og hjörtu landsbyggðarinnar ef marka má nýja könnun Fréttablaðsins. Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Hljómsveitin Hatari, sem stígur á svið í úrslitum Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld, tilkynnti í dag um að hún hefði gengið í samstarf við „alþjóðlega gosframleiðandann SodaDream“, sem virðist þó við nánari athugun hugarfóstur Hataramanna sjálfra. Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu um málið og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld.Þjófstarta ferðalaginu til Tel Aviv með SodaDream Þátttaka Hatara í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið mikla athygli í aðdraganda keppninnar, enda hafa hljómsveitarmeðlimir verið í karakter og haldið gjörningnum til streitu í margar vikur. Gera má ráð fyrir að tilkynning Hatara um samstarfið við hið dularfulla SodaDream sé eitt allra síðasta útspil sveitarinnar fyrir lokaorrustuna í kvöld. Útspilin eru þannig orðin allmörg, líkt og sjá má hér, hér og hér. Eins og áður segir fullyrða Hataramenn í tilkynningu að þeir „taki þátt í söngvakeppninni Eurovision fyrir Íslands hönd“, þrátt fyrir að ekki sé enn búið að velja fulltrúa Íslands í keppninni. Sveitin virðist þó sigurviss og heldur áfram: „[…] en SodaDream mun styðja við bakið á HATARA meðan á undirbúningi og framkvæmd keppninnar stendur. Markmið SodaDream er að flytja út hreint íslenskt bergvatn úr lindum Hálslóns og bæta þannig ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi þar sem íslensk náttúra, íslenskir listamenn og hreinleiki íslensks vatns eru í fyrirrúmi.“ Hyggst SodaDream flytja út vatn samhliða ferðalagi Hatara til Tel Aviv í maí. „Drykkurinn verður fyrst fáanlegur þar í borg en síðar á Íslandi sem og á evrópskum og suður-amerískum markaði.“Hér að neðan má sjá einkennilega auglýsingu frá SodaDream.Haft er eftir Matthíasi Tryggva Haraldssyni, öðrum söngvara Hatara, að meðlimir sveitarinnar viti að vatn sé af skornum skammti í heiminum. „Þess vegna er frábært að Íslendingar flytji út vatn í haganlegum umbúðum SodaDream, svo fleiri geti notið þess með okkur.“ Hinn söngvari Hatara, Klemens Hannigan, bætir við: „Hatari eru stoltir af landi og þjóð og ekki síður stoltir af því að vera gengnir til liðs við allt frábæra fólkið hjá SodaDream. Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn og kunnum að meta fyrirtæki sem sýna samfélagslega ábyrgð með því að styrkja listir og menningu.“„Sodadream verður gosdrykkurinn okkar“ Allt bendir þó til þess að hinn „alþjóðlegi gosframleiðandi“ SodaDream sé hugarfóstur Hatara-manna sjálfra og hluti af hinum umfangsmikla gjörningi í kringum þátttöku sveitarinnar í Söngvakeppninni. Í því samhengi má nefna sambærilegt verkefni Hatara, vefinn Iceland Music News, sem þeir halda úti í gegnum rekstraraðila sinn, Svikamyllu ehf., sem jafnframt er skrifaður fyrir tilkynningunni. Vísað er á vefsíðu SodaDream í tilkynningu, sem og reikninga SodaDream á Facebook, Instagram og Youtube. Fyrstu færslur á Instagram og YouTube birtust í gær en Facebook-síðan virðist alveg óvirk og því ljóst að ekki er um að ræða ýkja rótgróið vörumerki.Kynningarefni frá SodaDream sem sent var með tilkynningunni.Mynd/Svikamylla ehf.Sjá einnig: Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Matthías eignar raunar sveitinni vörumerkið SodaDream í viðtali við Fréttablaðið fyrr í þessum mánuði. Tengingin má því teljast nokkuð augljós. „Við erum stöðugt að sökkva dýpra í þessa sölu- og neysluhyggju. Við erum fyrirtæki, sem rekur fyrirtæki sem rekur fjölmiðil og hljómsveit og stefnum á að framleiða gosdrykk. Sodadream verður gosdrykkurinn okkar. Og líka okkar helsti styrktaraðili.“ Þá má einnig benda á að Hálslón, þar sem SodaDream kveðst fá „hreint íslenskt bergvatn til útflutnings“, er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar og í það rennur vatn úr jökulám. Slíkt vatn er ekki vænlegt til neyslu – sem eflaust er hluti af gjörningnum.Hið ísraelska SodaStream og sniðgönguhreyfingin Að síðustu vekur athygli að nafni og merki SodaDream svipar mjög til ísraelska vörumerkisins SodaStream, eins og raunar er bent á í áðurnefndu Fréttablaðsviðtali við Hatara. SodaStream framleiðir samnefnd sódavatnstæki, sem brúkuð eru á fjölmörgum íslenskum heimilum, en fyrirtækið hefur lengi verið viðfangsefni hinnar palestínsku BDS-hreyfingar (Boycott, Divestment and Sanctions) sem hvatt hefur til þess að ísraelskar vörur, einkum frá hernumdum svæðum í Palestínu, séu sniðgengnar. SodaStream rak verksmiðju á Vesturbakkanum í Ísrael, sem er einn helsti ásteitingarsteinninn í deilu Ísraela og Palestínumanna, fram til ársins 2015.Hatara-menn í sjónvarpssal síðastliðið laugardagskvöld. Samfélagsmiðlanotendur voru mishrifnir af gjörningnum.Skjáskot/RÚVÞá hefur BDS-hreyfingin einnig hvatt til þess að Eurovision í Ísrael verði sniðgengið. Íslendingar hafa einmitt margir lýst því yfir að þeir hyggist sniðganga Eurovision í ár þar sem keppnin er haldin í Ísrael. Rúm 27 þúsund manns rituðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem hvatt var til þess að Íslendingar afþökkuðu þátttöku í Eurovision „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni”.Sjá einnig: Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Sjálfir hafa Hatarar sætt gagnrýni fyrir að skrá sig til keppni en grein listagagnrýnandans Nínu Hjálmarsdóttur vakti til að mynda athygli um liðna helgi. Hún lýsti m.a. yfir vonbrigðum með það að hljómsveitin skyldi ekki verða við óskum Palestínumanna og sniðganga keppnina. Þá sagði hún gjörning þeirra litaðan svokölluðu „white saviour complex“. „Einnig er ekki hægt að líta framhjá því að þátttakan í Eurovision þjónar, að einhverju leyti að minnsta kosti, þeim tilgangi að vekja athygli á hljómsveitinni og koma þeim sjálfum á framfæri. Skiptir þá kannski ekki öllu máli hvort þeim tekst að komast að í sjálfri keppninni, því hitt, að vera bannað að taka þátt, á eftir að vekja ekki síðri athygli. Hatari er í win-win stöðu,“ skrifaði Nína. Hvað sem því líður verður keppnin haldin í kvöld. Fimm flytjendur keppa um hylli þjóðarinnar og farmiðann til Tel Aviv í maí: áðurnefndur Hatari, Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Hataramenn hafa verið metnir sigurstranglegastir í könnunum og veðbönkum, þó að Friðrik Ómar eigi hug og hjörtu landsbyggðarinnar ef marka má nýja könnun Fréttablaðsins.
Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00