Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 11:56 Þungt hljóð er í öðrum hælisleitendum á Ásbrú. Vísir/Heiða Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00
Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16