Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 11:56 Þungt hljóð er í öðrum hælisleitendum á Ásbrú. Vísir/Heiða Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00
Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16