Afstaða kanslarans er á skjön við marga þýska skólastjórnendur sem hafa gagnrýnt nemendurna fyrir að skrópa í skóla og hafa jafnvel hótað að víkja þeim úr skóla vegna mótmælanna. BBC greinir frá.
Fjöldi nemenda hafa á undanförnum mánuðum fylgt í fótspor hinnar sænsku Gretu Thunberg sem hóf að mótmæla fyrir utan þinghús Svíþjóðar í ágúst síðastliðnum.
Merkel sagði í myndbandi sem birtist á heimasíður kanslarans að verkfallið væri gott framtak og fagnaði hún því að ungt fólk léti skoðun sína í ljós. Merkel sagði Þýskaland stefna að því að hætta að nota kol fyrir árið 2038.
„Frá þeirra sjónarhóli er mjög langt í 2038 en þetta er mjög erfitt skref fyrir Þýskaland og því bið ég þau um að sýna þessu skilning“ sagði Merkel.
Kanzlerin #Merkel in ihrem aktuellen Podcast zur Europäische Klimaschutzinitiative @EUKI_Climate und der Bewegung #FridaysForFuturepic.twitter.com/FY3AzNYrF3
— Steffen Seibert (@RegSprecher) March 2, 2019