Biðst afsökunar á ummælum um transkonur í íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 12:30 Martina Navratilova gerði marga reiða með ummælum sínum vísir/getty Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér. Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér.
Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30