Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 16:52 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir. Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir.
Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29
Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00