Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78 Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:19 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, nýr formaður Samtakanna '78. Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum. Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum.
Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira